Ætli kennarar hafi ekki lesið um Grudtvig

Áhuga- og  fróðlegt viðtal birtist við leikarann Ulrich Thomsen sem leikur Grundtvig í samnefndum þáttunum um sálmahöfundinn, prestinn, heimspekinginn, kennarann o.fl. Þættirnir eru þrír. Viðtalið birtist í Jyllands-posten.

Ulrich bendir á að sennilega yrði Grundtvig ekki ánægður með þróunina sem á sér stað í samfélögum víða um heim. Ólíkar skoðanir ekki leyfðar. Ekkert hægt að ræða málefnin eða færa rök fyrir máli sínu. Fylgir þú ekki minni skoðun þá á að slaufa þér segir Ulrich. Menn eru kallaðir rasistar og með fóbíu ef þeir eru ekki á sömu skoðun og viðkomandi. Þessi hegðun er þvert á það sem Grundtvig boðaði sem sagði að nám gerðist á milli nemenda og kennara með hinu talaða orði. Það sama gildir um þá sem eru ósammála, eða!

Ulrich Thomsen telur það sem Grundtvig gat í gamla daga, að hræða andstæðingana með góðum rökum, að þá sé það eitthvað annað sem margir óttast í dag. Og hér verðum við að skoða þá þróun sem hefur átt sér stað með tilkomu samfélagsmiðla.

Á Facebook og Instagram ertu ekki hræddur við þann sem rökstyður mál sitt vel. Þú ert ekki hræddur við einhvern á öðrum stað sem situr og segir skoðun sína. Við getum ekki bent á hvern við hræðumst því þetta sýnst um eitthvað allt annað í dag. Í dag snýst þetta allt um bergmálsóm. Við erum hrædd um að lenda í skítastormi segir hann og útskýrir hvernig fólk getur skipulagt sig með allt öðrum hætti í dag en þegar Grundtvig stóð í ræðustól. Og það getur haft víðtækar afleiðingar.

Ulrich segir ,,Fólk er hræddara við bergmálsóm skítastormsins en hvort það sé í raun satt eða ósatt sem sagt er. Ef þú segir eitthvað og lendir í óveðri er auðveldara að reka þig og ráða einhvern annan. Það er vandamál." Að þessu sögðu er ekki ýkja langt síðan kennari á Akureyri vildi láta víkja öðrum úr starfi vegna málefnaágreinings. Lýsandi dæmi og gerist varla betra um bergmálsóm samfélagsins.

Við hæfi er að ljúka pistlinum á tilvitnun eftir Grundtvig: ,, Friheden duer til alt Godt, Trældommen duer til intet Godt i Aandens Verden, derfor ville vi have Friheden med alle dens Farer.“

Heimild.


Bloggfærslur 13. ágúst 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband