Alma Möller þekkir lögin en fer ekki eftir þeim

segja hjónin sem berjast fyrir svörum um horfnu fósturvísana sem þau átti. Bloggari segir enn og aftur, hafi menn ekkert að fela af hverju fá þau ekki svör. Hvað er vandamálið ef hægt er að afsanna málið með einni DNA rannsókn á umræddum börnum.

Alma Möller virðist vernda eigin fjölskyldubönd en foreldrarnir líða. Innbrot í sjúkraskrá er alvarlegt mál en Persónuvernd með Helgu í forsvari sinnir ekki erindi þeirra.

Umboðsmaður Alþingis er kominn í málið. Hann gengur í málið og vill svör. Landlæknir reyndi að afvegaleiða hann. Alma Möller sinnir starfi landlæknis og á að hafa milligöngu um að fá sjúkraskýrslur ef spítalinn vill ekki afhenda þær. En innbrotið tengist víst einum og öðrum og því mega gögnin ekki líta dagsins ljós. Það er vissulega athugunarvert hve mörg innbrot eru inn í sjúkraskránna frá ólíkum læknum, líka nemum í Ungverjalandi.

Lögfræðingur Landspítlans fer upp á afturlappirnar. Hótar fólkinu í stað þess að aðstoða það. Sama með lögfræðing fyrirtækisins.

Menn eru tvísaga í svörum eftir því sem best verður komist. Þeir sem hafa brotist inn í sjúkraskránna tengjist afar mörgum læknum. Dagur B. Eggertsson kemur víða við þegar hjónin segja frá þeim sem hafa flett upp. Minnir á kóngulóavef.

Vona svo sannarlega að Umboðsmaður Alþingis gefist ekki upp og sanni að hann er verðugur stólpi í réttindum almennings og að hægt sé að leita til hans.

Hjónin létu samkeyra nemendalista frá MR og HÍ á mörgum einstaklingum sem komu fyrir í sjúkraskránni. Margt áhugavert kom í ljós sem varpar ljósi á t.d. Bragga málið sem tengist Degi B. Eggertssyni.

Hvet fólk endilega til hlusta


Bloggfærslur 11. ágúst 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband