Glansmyndir af kynóreiðu unglinga í myndböndum

Myndböndin á TikTok og YouTube smita. Ég og margir aðrir telja það slæmt segir Kathrine Larsen geðhjúkrunarfræðingur.

Fjölgun barna og ungmenna sem leita til heilsugæslunnar vegna kynóreiðu hófst fyrir alvöru með fjölskylduþættinum ,,Fæddur í röngum líkama" sem sendur var út á TV 2 árið 2014.

Í dag sjáum við fleiri tilfelli af stelpum sem vilja verða strákar og strákar sem vilja verða stelpur. Og á TikTok og YouTube er fjöldinn allur af myndböndum af ungu fólki með kynóreiðu. Þessi myndbönd hjálpa til við að skapa glansmynd af kynbreytingum og hvetja til efasemda um sjálfsmynd okkar. Þetta hefur skapað smitáhrif sem margir, eins og ég, telja slæmt.

Að auki eru margir hræddir við að segja upphátt hvað þeim finnst. Hræddir við að móðga einhvern og hafa pólitíska ranga skoðun. Við eigum að vera jákvæð gagnvart þessari ,,þróun.” Ef við erum það ekki erum við áreitt og sögð siðlaus. Ég er ekki ein um þessa skoðun og málfrelsi á ekki að nota til að þagga niður þessar raddir.  

Ekki byggt á sönnunargögnum

Það eru ekki bara samfélagsmiðlar sem gera kynóreiðu rómantíska. Námskráin í norskum skólum í dag hvetur börn til að efast um hver þau raunverulega séu. (Sama á við um þá íslensku).

Þegar bæta átti námskránna um kynfræðslu árið 2020 komu fram leiðbeiningar fyrir kennslu um kyn og kynhneigð. Samtökin Fri (systursamtök trans Samtaka 78) lögðu fúslega til þekkingu sína í þessa námskrá. Það er þekking sem er ekki byggð á sönnunum, heldur trúarkerfi, að mínu mati.

Í námskrá norsku menntamálastofnunarinnar segir: Til kynhneigðar telst m.a. kynvitund, kynhneigð, erótík, nánd, nálægð og æxlun. Lögð er áhersla á að með því að sýna jákvætt viðhorf til kynhneigðar, víðsýni og virðingu fyrir fjölbreytileika kynjanna leggi skólar sitt af mörkum til að efla réttindi nemenda. Nemendurnir læra að kynferði er grundvallarþáttur í sjálfsmynd einstaklingsins sem hægt er að skilja á mismunandi vegu:

  1. Líffræðilegt kyn er kynið sem þú fæðist.
  2. Sálfræðilegt kyn er það kyn sem þér líður eins og.
  3. Félagslegt kyn er það kyn sem aðrir skynja þig sem.
  4. Löglegt kyn er það kyn sem þú ert skráður í þjóðskrá.

Mörg viðvörunarljós blikka

Ætlunin er samkvæmt námskránni, að þegar nemendur hitta fullorðna einstaklinga sem hafa innsýn og virðingu fyrir því að hægt sé að upplifa og tjá kyn á mismunandi hátt geti þeir öðlast meira sjálfstraust með eigin kynvitund. Á sama tíma þróa þeir skilning og virðingu fyrir öðrum.

Á vef Landlæknisembættisins eru einnig leiðbeiningar um þetta trúarkerfi: Þjónustan skal nota kyn- og stefnuhlutlaust mál í allri kennslu. Þessi kynhlutlausu hugtök eru kynnt strax í grunnskóla. Það er uggvænlegt að slík kennsluáætlun, sem og kennslubækur frá stærstu útgefendum, byggi nú á nýjum skilningi á veruleikanum á því hvað kyn er í raun og veru. Nemendur í skólanum í dag fá ekki þekkingu sem er fræðilega grundvölluð, sem getur verið skaðlegt.

Við vitum nú að meira en helmingur trans fólks glímir við alvarlegar geðraskanir og að einn af hverjum þremur hefur upplifað kynferðisofbeldi í æsku. Við vitum líka að margt ungt fólk með kynóreiðu er með greiningu innan einhverfurófsins og það gleymist oft.

Svíþjóð, sem áður var brautryðjandi í kynbundinni meðferð, hefur nú hert takmarkanirnar. Geðmeðferð er fyrsti kosturinn þar sem grunur leikur á kynóreiðu í stað lyfseðils fyrir hormónum. Nýlega missti læknirinn, Espen Esther Pirelli sem sjálfur er trans, lækningaleyfið. Ástæðan var margar tilgangslausar ávísanir á lyfseðilskyld lyf til að hefja kynskiptiaðgerð án þess að skoða sjúklingana nægilega. Auk þess voru skráningar ábótavant.

Við sjáum oftar sjúklinga sem sjá eftir kynskiptum. Mörg aðvörunarljós blikka.

Skapar ekki öryggi

DNA er tvöföld sameind, skrifar prófessor í þróunarlíffræði, Glenn-Peter Sætre í bókinni ,,Two Genders.” Frjóvgun er einnig tvöföld sameind. Umfang þróunarinnar, eins víðfeðmt og það kann að virðast, takmarkast í raun af þeirri staðreynd að erfðasameindin er tvíundarsameind. Kyn er því þróunarlega og stærðfræðilega stöðugt fyrirkomulag, hvorki meira né minna.

Sætre leggur áherslu á að það að líta á kyn sem eitthvað fljótandi og breytilegt geri kynin mun erfiðari en þau þurfa að vera. Lög um kynrænt sjálfræði geta heldur ekki breytt þeirri líffræðilegu staðreynd að kynin eru tvö.

Þetta getur skapað vandamál fyrir ungt fólk segir Sætre. Í dag eru börnum talin trú um að með því að taka sum lyf (hormón) sé hægt að afneita raunveruleikanum og setja líffræðina í bið. Þetta er lygin sem er sögð. Hættulegar og tilraunakenndar meðferðir eru gerðar á börnum, samkvæmt bandarísku geðlæknunum og höfundunum Miriam Grossman og Jordan Peterson.

Sannleikurinn er að við getum ekki aðskilið sjálfsmynd okkar frá líkamlegum veruleika. Þetta hefur ruglingsleg áhrif á ungt fólk. Við fögnum afneitun á raunveruleikanum og óvissu um okkur sjálf. Markmið námskrárinnar er að fá börn og ungmenni til að öðlast meira sjálfstraust á eigin kynvitund, en því sem er lýst í námskráinni skapar ekki öryggi.

Við viljum stöðuga sjálfsmynd. Við viljum ekki skapa rugling á geðheilsunni. Fleiri valkostir og tækifæri færir ekki frelsi, heldur meiri kvíða. Þetta skapar ólgu. Ef þú ert það sem þér ,,finnst" að þú vera er þetta siðlaus, óhagkvæmur og öfugur upphafspunktur fyrir stöðugleikann sem við leitum öll að. Getur verið að þetta sé hluti af ástæðunni fyrir því að kvíði og þunglyndi eru svo algeng meðal ungs fólks í dag?

Óheppileg þróun

Kennsluáætlunin sem við höfum í norskum skólum í dag gefur ranga mynd af kyni. (Sama á við um Ísland). Kyn er aðskilið frá hinu líffræðilega og gert erfitt og óskiljanlegt fyrir nemendur. Þegar kyn verður það sem þú telur þig vera, og ekki eingöngu líffræðileg staðreynd, skapar það óróleika og rugling meðal unga fólksins.

Samkvæmt fræðslulögum skal kennslan byggjast á vísindalegri hugsun. Þegar kyni er miðlað ætti ekki að setja fram gervivísindakenningar sem niðurstöðu. Kyn er ekki fjölbreytileiki. Það er tvennskonar.

Áherslan á fjölbreytileika, umburðarlyndi og þátttöku í skólum, ásamt smitáhrifum og rómantík í gegnum samfélagsmiðla, hjálpar til við að stuðla að óheppilegri þróun. Þegar ungt fólk verður fyrir svo ruglingslegum hugsunum er auðvelt að skilja að fyrir suma er kynóreiða vinsælt fyrirbæri. En það er ekki víst að breyting á kyni verði sú glansmynd sem maður sér fyrir sér.

Greinina má lesa hér.


Bloggfærslur 6. júlí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband