Grunnskólakennari skrifaði ,,status“ á snjáldursíðuna sína 2

Bloggari heldur áfram að greina ,,status“ kennara sem var mikið niðri fyrir vegna þessarar greinar. Annar hoppaði á vagninn eins og sjá má hér.

Grunnskólakennarinn verður að muna, umburðarlyndi gengur í báðar áttir, sama hvaða skoðun menn hafa á trans hugmyndafræðinni og öðrum umdeildum málefnum. Þess vegna hljómar ,,status“ kennarans undarlega. Sýnir hann mikla víðsýni og umburðarlyndi í skrifum sínum? Fellur hann ekki í sömu gryfju og hann sakar greinarhöfund um? Oft sér maður ekki skóginn fyrir bjálkanum í eigin augum.

Áfram heldur hann og skrifar: ,, (Nafn skólans er fjarlægt úr færslu bloggara) XXX- er frábær skóli og fullur af frábæru starfsfólki sem er ekki á þessari skoðun og fordæmir þessi orð og skoðanir. Við stöndum langflest fyrir einkennisorðum skólans sem eru ábyrgð, virðing, vinátta og við vitum að orð og skoðanir þessa einstaklings einkennast ekki af þeim - sem betur fer er þetta ekki talsmaður skólans og eru eflaust flestir sem myndu vilja taka það skýrt og greinilega fram að við samþykjum ekki þessar skoðanir. Ekki bendla þetta flotta starfsfólk og skólastarf við fordómafullann áróður, við hin eigum það ekki skilið.

Hvergi í greininni er ýjað að því sem hann skrifar, ekki einu orði. Ekkert mat lagt á skóla hvað þá skólann sem hann starfar við. Enn síður að rætt sé um starfsfólk skóla. Málefni greinarinnar er rætt út frá grunnskólum landsins þar sem trans Samtökin 78 fá aðgang að börnum með ákveðið fræðsluefni. Maðurinn fer með flugufréttir, gott og vel hann má það. Í Noregi hafa sömu vangaveltur eða kröfur skotið upp kollinum, ekki að ástæðulausu. Lesið hér.

Hvergi í greininni er talað um að bloggari sé talsmaður skólans sem hann vinnur við. Skólastjórar hafa það hlutverk í öllum skólum. Aftur talar hann um fordómafullan áróður- án rökstuðnings. Af hverju, hvar eru rökin? Svipar enn og aftur til trans-aðgerðasinna sem hafa ekki rök fyrir málflutningi sínum.

Bloggari segir bara, aumingja börnin í skólanum sem eru ekki sammála kennaranum um trans- málaflokkinn eins og hann er kynntur eða foreldrar þeirra. Þau eru nefnilega líka í grunnskólum landsins. Kennarinn tekur afdráttarlausa afstöðu gegn fólki sem fylgir ekki skoðunum hans ,,… greinilega fram að við samþykjum ekki þessar skoðanir.“ Eins gott að börn og foreldrar þegi til að forðast hrakyrði frá kennaranum og kollega hans. Með þessum orðum kennarans ríkir ekki mikil ábyrgð, virðing og vinátta gagnvart þeim sem hafa andstæða skoðun á málaflokknum. 

Foreldrafélagið, Genid-Norge, eru samtök foreldra barna sem eru ósátt í eigin skinni. Þau hafa talað í sömu átt og greinarhöfundur gerði með sínum vangaveltum. Foreldrarnir gefa skólafólki ráð. Sjá hér.

Það er leyfilegt að hafa skoðun á námsefni sem kennt er í skólum landsins, hvort sem það er 30 ára gamalt íslenskuefni, stærðfræðibækur, dönskuefni, kynfræðslu- eða fræðsluefni trans hugmyndafræðinnar. Námsefni má gagnrýna. Kennarar þurfa ekki að vera sammála um námsefni sem boðið er upp á, hvað þá að nota það. Það má líka gagnrýni hverjir fá aðgang að skólabörnum.

Auðvitað þarf kennarinn ekki að samþykkja skoðanir greinarhöfundar um að námsefni trans- Samtaka 78 eigi ekki erindi í grunnskólana. EN, ætli maður að beygja skoðanir annarra er góð regla að rökstyðja mál sitt, en viðhafa ekki ókvæðistal um þann sem hefur aðra skoðun en hann sjálfur. Kennarinn rökstyður ekkert. Hann svarar ekki greininni efnislega frekar en annar kennari sem óskaði brottrekstrar vegna skoðanamunar. Sá skoðanamunur sem gæti leynst milli bloggara og kennarana tveggja gæti m.a. verið þessi, hlustið hérhér og hér.

Þessari konu eru umræddir kennarar ábyggilega ekki sammála, telja hana með trans fóbískan áróður og hvað þau velja að kalla fólk sem er ekki sammála þeim.

Miðað við tilfinningaríkan pistil kennarans er þetta klárlega skoðanamunur. Hér er læknir sem hefur misst lækningaleyfi sitt en hann var eitt helsta gúrú Norðmanna og fyrirmynd FRI (systursamtök trans Samtaka 78).

Vil benda báðum þessum kennurum á, stéttinni og forystusauðum innan KÍ að lesa fyrstu skýrslu sinnar tegundar um börn sem eru ósátt í eigin skinni, hér. Þeir sem lesa verða fróðari fyrir vikið.

óli


Bloggfærslur 3. júlí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband