17.7.2024 | 12:53
Leikskólastjóri á Múlaborg, Kristín Árnadóttir, notar íslenskuna rangt
Í Skólavörðunni sem gefin er út af Kennarasambandi Íslands segir skólastjóri Múlaborgar frá starfinu. Þyngra en tárum taki að sjá skólastjóra nota íslenskuna á rangan hátt og á að kallast faglegur leiðtogi og fyrirmynd barnanna. Verra er að starfsmenn útgáfusviðs Kennarasambandsins leiðrétta ekki ranga málnotkun. Breiðletrun er bloggara.
Greinin heitir Öll jöfn þá er hún væntanlega bara að tala um börnin í leikskólanum. Starfsmenn falla ekki undir orðið öll. Þannig myndi það hljóma, ,,öll leikskólakennararnir ,,öll starfsmennirnir eða ,,öll manneskjurnar, eða ,,öll einstaklingarnir.
Eins og sjá má á orðanotkuninni virðist skólastjórinn ekki beita íslenskunni rétt. Hún segir Það er samt alltaf smá hreyfing á starfshópnum, segir Kristín skólastjóri. Sum starfa bara við skólann í eitt eða tvö ár á meðan þau eru að fóta sig í lífinu, til dæmis undirbúa sig fyrir háskólanám, eða næstu skref, sem er líka gott, Kristín notar sum um starfsfólkið sitt sem hljómar eins og sum dýr, eða sum börn. Ekki er hægt að segja ,,sum starfsmenn ,,sum leikskólakennarar. Og foreldrar treysta svo leikskólastjórum fyrir börnunum sínum. Röng málnotkun. Hvernig eiga börn að læra rétta íslensku þegar þetta er fyrirmyndin?
Enn heldur Kristín að tala um dýrin sín, nema það séu börnin, ,, Þau koma gjarnan inn , ekki getur það verið ,,þau starfsmennirnir eða ,,þau leikskólakennararnir eða ,,þau starfsfólkið.
Síðar í greininni batnar málnotkunin ,, hver manneskja allir jákvæðir Dásamlegt að hún mundi eftir að nota íslenskuna rétt. Kannski er ekki öll von úti.
Hér má lesa greinina.
Læt fróðleik um íslenskuna fylgja með. Smella þarf á myndina. Vona að leikskólastjórar sem beita íslenskunni rangt lesi sér til fróðleiks.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)