Áhugaverð heimildarmynd

Bloggari horfði á heimildarmynd í gær, rétt rúmur klukkutími. Alveg þess virði að hlusta á þennan blaðamann, Tommy Robinson, sem fæddur er og alin upp í Luton. Honum líst ekki á hvernig Bretland er að verða eða orðið.

Hann hefur áhyggjur af frjálsri blaðamennsku því blaðamenn frávelja fréttir í fjölmiðlana. Þeir vega og meta hvað almenningur fær að hlusta á og það samrýmist oft því sem stjórnvöld vilja.

Hann hefur áhyggjur af tjáningarfrelsinu. Það hafa 3300 manns verið handteknir fyrir ummæli á samfélagsmiðlum á meðan 400 manns hafa verið handtekin fyrir það sama í Rússlandi.

Fjölgun múslíma veldur honum áhyggjum. Óþarfa handtökur af hálfu lögreglunnar koma við sögu. Afstað lögreglunnar til ákveðinna málaflokka. Mótmæli í London og víðar þar sem hann kemur við sögu. Hræðsluáróður yfirvalda vegna Covid er eitt umfjöllunarefnið.

Hvet lesendur til að horfa, Tommy Robinson’s New Documentary #LawFare (youtube.com)


Bloggfærslur 13. júlí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband