Líður börnum vel í skólanum ef það er logið að þeim

Spjall við stjórnanda í skóla vakti bloggara til umhugsunar. Umfjöllunarefnið var trans-málaflokkurinn. Í samtalinu heyrði ég að hann hafði ekki aflað sér upplýsinga umfram það sem trans-Samtökin 78 boða. Þegar bloggari spurði út í eitt og annað sem gerist t.d. Norðurlöndunum og Bretlandi vissi hann ekkert. Eitt sagði stjórnandinn, ,,við viljum bara að börnunum líði vel í skólanum.“ Um það geta allir verið sammála. Allir vilja að börnum líði vel.

Líður börnum vel þegar logið er að þeim? Líður barni vel þegar logið er að því að kynin séu fleiri en tvö? Líður barni vel þegar því er sagt að pabbi og mamma hafi getið sér til um kyn þess? Líður barni vel þegar logið er að því að kona geti verið með typpi? Líður barni vel að logið sé til um að karlmaður geti átt barn? Líður barni vel þegar því er sagt að það eigi eftir að velja kyn sitt? Líður barni vel þegar því er sagt að mamma geti verið með yfirvaraskegg? Líður börnum vel þegar sagt er að þau séu það sem tilfinningin segir þeim? Líður börnum vel þegar þeim er sagt að þau séu kannski fædd í röngum líkama? Líður börnum vel með lygar trans hugmyndafræðinnar?

Til að skerpa á þekkingu um líffræðina sem á að kenna börnum má horfa á þetta.

Bloggari á ekki von á svörum enda myndi enginn faglegur leiðtogi fara út í slíkt. Við sjáum bæði í Smáraskóla í Kópavogi og Breiðholtsskóla hver takturinn er, lygin má blómstra í nafni fjölbreytilega hinsegin hugmyndafræðinnar.

Undanfarin áratug hefur andlegt ástand skólabarna versnað. Umhugsunarvert sem þessi rannsóknar blaðamaður segir (alvöru rannsóknarblaðamaður, ekki eins og þeir íslensku).

Danskur sveitastjórnarmaður

Ulf Baldrian segir það vera honum til ama að lygar og blekkingar, um að börn sem fá ekki meðferð til að stoppa kynþroskann og gera sig ófrjóa með kynhormónum, séu í aukinni sjálfsvígshættu. Það er ekki bara að kyn sé þurrkað út heldur einnig samkynhneigð og kynbundin réttindi kvenna, t.d. í íþróttum og fangelsum. Tek undir með honum.

En svona erum við ólík.

Ulf segir ,,Trans börn eru ekki til. Það eru bara til börn og ekkert barn er fætt í röngum líkama.“ Barni getur liðið illa með líkamann og glímt við sálræna erfiðleika sem veldur upplifun um að líkaminn og kynið sé rangt.

Sem betur fer komast langflestir sem eru greindir með röskun vegna líkamsímyndar og Kynvanlíðan yfir það eftir kynþroskann. Börnum ferst betur að samþykkja sig eins og þau eru, jafnvel þó að það sé eilíf áskorun sem við vinnum öll með í gegnum lífið segir hann. 

 


Bloggfærslur 12. júlí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband