10.7.2024 | 08:03
Kvenna- og jafnréttisráðherra Breta gagnrýndur
Ekki að ósekju hefur J.K. Rowling gagnrýnt val á nýjum ráðherra kvenna og jafnréttismála í Bretlandi sem kemur úr Verkamannaflokknum. Hún leggst á sveif með öðrum sem hafa gagnrýnt valið. Ráðherrann gat ekki svarað hvað kona sé. Ráðherrann, 46 ára Anneliese Dodds, var kynnt til sögunnar ásamt nýrri stjórn í síðustu viku.
Höfundur Harry Potter kallar sjónarmið ráðherrans á samfélagsmiðlinum X, þvælu. Rowling birti viðtal við ráðherrann sem heitir ,,Womans Hour frá BBC og var sent út á kvennadaginn 8. mars 2022. Í þættinum var spurt um skilgreiningu Verkamannaflokksins á hvað kona sé.
Anneliese Dodds svaraði að það væru ólíkar skilgreiningar, lagalega séð hvað kona sé. Svarið var ófullnægjandi eða í reynd ekkert svar svo hún var spurð aftur. Dodds sagði sína skoðun, það færi eftir samhenginu. Sem sagt fer eftir samhenginu hver skilgreining á konu er. Segi eins og Rowling, þvæla.
Síðan segir Dodds, ég tel þetta mjög mikilvægt. Það er fólk sem hefur ákveðið að fara í gegnum trans-ferli. Ég hef talað við marga af þeim. Þetta var erfitt ferli fyrir marga. Skiljanlega af því þeir lifa sem konur og vilja láta skilgreina sig sem konu sagði Dodds sem þá var talsmaður jafnréttismála hjá Verkamannaflokknum. Hér má lesa um málið.
Það er ekki ofsögum sagt, konur niðurlægðar af eigin kyni og Verkamannaflokknum í Bretlandi. Ekki langt síðan að þessi kjánalega útskýring kom frá öðrum. Getur maður verið svona heimskur, spyr bara. Hvað höfum við að gera með fólk á þingi sem veit ekki hvað kona er?
Verra er þegar leik- og grunnskólakennarar vita ekki hvað kona er, hvaða líffæri tilheyra konu. Þetta er fólkið sem á að fræða æsku þessa lands. Kemur mér ekki á óvart að traust til kennara fari þverrandi. Hver vill að logið sé að barni sínu í leik- og grunnskóla!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)