Tans aðgerðasinni dæmdur fyrir hatursorð

Hlaut að koma að því. Miðað við skilaboðin sem fólki eru send sem eru ekki sammála trans aðgerðasinnum var þetta spurning um hvenær ekki hvort. Við höfum hins vegar nokkur mál sem voru á hinn veginn, trans aðgerðasinni kærði þann sem fór með sannleikann, en höfðu ekki erindi sem erfiði.

Trans aðgerðasinnar ganga langt í baráttunni fyrir lyginni. Glenn Mullen, 31 árs, gekk svo langt að hóta konum lífláti vegna skoðana þeirra. Hann fékk dóm. Kennarinn á Akureyri krafðist atvinnumissi einstaklings og hvatti aðra til að óska þess sama. Munur á. Stór munur á. Annað refsivert hitt ekki.

Ábyrgð fylgir orðum, í ræðu og riti, hvort sem þau eru refsiverð eður ei.

J.K. Rowling er ein þeirra sem Mullen hefur hótað. Hún jók öryggisgæsluna fyrir vikið. Lítur oftar um öxl en áður. Hótanirnar tóku einnig sinn toll af Rosie Duffield, þingmanni Verkamannaflokksins fyrir Kantaraborg. Mullen lét dæluna ganga yfir Posie Parker sem skipuleggur baráttufundi fyrir konur. Hún hefur farið víða um Bretland og heim.

Þegar Posie Parker hélt baráttufund í Glasgow sagðist Mullens sennilega ekki hata það að sjá bíl keyra inn í þvöguna og að konurnar myndu springa eins og ruslapokar fullar af bökuðum baunum. Á mannamáli- lýsir hryðjuverki. Margir telja svona fólk eins og hann veikt á geði, en það er önnur saga.

Hér eru tvödæmi um skilboð Mullens:

,,Ég ætla að drepa JK Rowling með stórum hamri. JK Rowling er hræðileg og ég hata hana svo mikið."

,,Ég ætla að hitta Rosie Duffield á barnum með stóra byssu. Ég hata hana svo mikiÄ‘. Kærar þakkir."

Hér er um að ræða konur sem berjast fyrir konur og að lygin nái ekki fótfestu í samfélögum manna.

Mullen fékk vægan dóm, átta vikur í fangelsi eða tvö ár á skilorði. Hann var auk þess fjarlægður frá samfélagsmiðlum í ákveðinn tíma.

Saksóknari sagði: ,,Skilaboðin sem birt var á samfélagsmiðlum voru markviss og áhyggjuefni. Hljóðupptökurnar hafa haft veruleg áhrif á fórnarlömbin tvö, sem ollu þeim uppnámi, áhyggjum og vanlíðan þegar þær heyrðu skilaboðin.“

Oft má sjá hreinar aftökur á mannorði og persónu opinberlega án þess að fyrir því sé annað en skoðanamunur. Sumir fá aldrei uppreisn æru. Þeir sem hafa mótmælt trans hugmyndafræðinni eins og hún er borin á borð hafa fengið að kenna á því.

Hér má lesa frétt um málið.

437075584_348467738219895_7593517324050019377_n


Bloggfærslur 9. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband