Vinnuumhverfisnefnd Kennarasambandsins dregur lappirnar

Á síðasta þingi KÍ var samþykkt að veita fjármagni í rannsókn á upplifun kennara á ofbeldi og ofbeldisfullri hegðun nemenda gagnvart stéttinni. Rannsóknir frá hinum Norðurlöndunum sýna að aukning á slíkri hegðun eyjst frá ári til árs undanfarin áratug.

Þegar bloggari les um danska rannsókn, sem 9000 grunnskólakennarar tóku þátt í, sem sýnir að um 41% kennara upplifa ofbeldi eða ógnandi hegðun frá nemendum fer um hann. Þrír af hverjum fjórum kennurum sem upplifa ofbeldið segja að engin eða lítil aðstoð sé boðin í tengslum við atburðinn.

Kennararnir segja líka að þó þeir tilkynni ofbeldið fá þeir ekki viðeigandi aðstoð en um 76% þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi eða ógnandi hegðun sakna viðeigandi aðstoðar.

Aðspurður um málið sagði Magnús Þór Jónsson formaður Kí að málið væri á borði Vinnuumhverfisnefndar sambandsins. Dugleysi nefndarinnar með ólíkindum, ekkert gerist.

Formaður Vinnuumhverfisnefndar er sá sem á ýta eftir málinu. Síðan er það starfsmaður nefndarinnar sem virkar eins og ,,aðstoðarmaður ráðherra“, ræður miklu en nánast valdalaus. Þessir tveir þurfa að hrista af sér framkvæmdardeyfðina og koma rannsókninni á koppinn. Hinir stjórnarmenn eiga líka að láta til sín taka. Þeir sem sitja í stjórn nefndarinnar eru:

Hólmfríður Sigþórsdóttir

Fulltrúi FF (Félag framhaldsskóla)

Katrín Lilja Hraunfjörð

Fulltrúi FSL/SÍ/FS (Leikskólinn)

Kristín Ásta Ólafsdóttir

Fulltrúi FG (Félag grunnskólakennara)

Petrea Óskarsdóttir

Fulltrúi FT (Félag tónlistarkennara.

Hér má lesa frétt dönsku kennarasamtakanna (grunnskóla) um ofbeldið þar í landi.

 


Bloggfærslur 8. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband