Skólakerfið þarf að hysja upp um sig

Enn ein svört skýrsla um skólakerfið hefur litið dagsins ljós. Margir samverkandi þættir valda því að drengir þrífast ekki eins vel í skólakerfinu og stúlkur. Reyndar hafa menn bent á þetta árum saman, það gerir bara enginn neitt. Skýrslur og rannsóknir um efnið hlaðast upp í skáp ráðherra menntamála.

Fagleg stjórnun skóla er eitt af vandamálunum. Stjórnendur eru of eftirlátsamir á fræðslu og kennslu sem fylgir ekki vísindalegum aðferðum og staðreyndum. Alls kyns hugmyndafræði og stefnur eru teknar inn, tíma eytt í það og grunnfærnin víkur til hliðar. Ef menn vissu um allar þær stefnur sem til eru og grunnskólar tekið undir sinn verndarvæng yrðu þeir hissa. Mismargar stefnur eru í hverjum skóla og reynslan er að rjóminn er fleyttur ofan af.

Í skýrslunni stendur: ,,Eflum kennaranám á Íslandi með þjálfun í vísindalega staðfestum kennsluaðferðum og mælum árangur af þeim.” Kennaranáminu var breytt fyrir nokkrum árum. Krafa um master. Náminu var líka breytt þannig að nú getur sá sem hefur bakkalárnám í einhverju fagi tekið tveggja ára master og orðið grunnskólakennari á öllum stigum. Menn spyrja, vantar ekki eitthvað inn í námið? Hafa þau þrjú ár sem B.Ed. gefur ekkert gildi. Eftir því sem bloggari best veit fer fram undirstöðumenntun kennara á þessum þremur árum. En til að móðga engan má ekki ræða þetta.

Námsmat

Námsmat í grunnskóla er út úr öllu korti. Kennarar kvarta sáran undan bókstafagjöfum. Til viðmiðunar gildir D svona 0.0-4.5 eða 4.9 eftir skóla. Nemandi sem fær D hvað eftir annað veit ekki hvort hann bætir sig. Fengi hann tölu, t.d. 2 fyrst, næst 3.5 og svo 4.5 þá sér hann að hann hefur bætt sig. Sama með aðra bókstafi. Enginn áttar sig á hvað ,,á góðri leið þýðir”, frá hverju og hvert? Í skýrslunni segir: ,,Einnig er mikilvægt að hafa skýrar upplýsingar um námsárangur á öllum skólastigum, ekki síst yngri stigum grunnskóla.”,,Setjum upp námsmat þar sem nemendur geta borið sjálfan sig saman á skilvirkari hátt við eigin fyrri stöðu.”

Talað er um hæfniviðmið. Eigi menn barn á grunnskólaaldri skilja þeir hvað er átt við með þessu:,,Endurtekin gagnrýni kom fram á fyrirkomulag hæfnimiðaðs námsmats í samræmi við ákvæði aðalnámskrár. Það kom fram hjá öllum hópum að notendur ættu í erfiðleikum með að átta sig á eðli hæfnieinkunna, að fyrirkomulagið væri óaðgengilegt, ógagnsætt og illskiljanlegt. Bent var á að hæfniviðmiðin væru svo opin og í mörgum tilvikum svo huglæg að þau vörðuðu illa leið nemenda í námi og veittu litla endurgjöf varðandi stöðu hverju sinni.” Umræða meðal kennara hefur verið á þessa leið í mörg ár. Samt gera þeir ekkert í þessu, krefjast ekki breytinga. Því má réttilega segja eins og í skýrslunni: „Gæði menntakerfis fer aldrei fram úr gæðum kennarana.“

Að vera strákur

Sú linnulausa herferð gegn drengjum undanfarin áratug er meiri en góðu hófi gegnir. Hópar kvenna hafa tekið sig saman til að senda strákunum skilaboð um hve ómögulegir þeir eru. Þeir gera ekkert rétt, eru aumingjar, nauðgarar, óalandi og óferjandi. Margir hafa bent á hvað þessi umræða getur verið skaðleg og bloggari efast ekki um það, hvorki sem móðir, amma eða kennari. Í skýrslunni segir: „Öll skilaboð út í kosmósið í menntakerfinu er að það þykir ekki kúl að vera strákur.“ -Viðmælandi í áhrifastöðu í menntakerfinu.”

Hér er enn ein endurtekning á orðum sem hafa glumið á samfélaginu í áratugi. Það vantar karlkennara. Samt gerist ekkert. Enginn leitar lausna til að fjölga karlmönnum í stétt grunnskólakennara. Þeir karlmenn sem bloggari ræðir við sem kennara og hafa hætt benda á stöðuna sem karlmenn eru í varðandi orðspor. Margir karlkennarar vilja ekki vera einir með unglingsstúlkum í rými. Lesi hver í þessi orð en bloggari vísar á greinar sem voru skrifaðar fyrir fáum árum. Klisjan í skýrslunni er: ,,Við þurfum öll fyrirmyndir í lífinu og staðan er sú að karlmönnum við kennslu fækkar og fækkar. Það þarf að fjölga karlkennurum. Börn þurfa að hafa ólíkar fyrirmyndir og ekki einsleitar og í dag eru drengir líklega ekki með mikið af karlfyrirmyndum fyrir framan sig í skólakerfinu.“

 

 


mbl.is Annar hver drengur nær ólæs eftir tíu ár í skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband