Atvinnumissir...vegna skoðunar!

Það heyrir vonandi sögunni til að menn krefjist atvinnumissi fyrir aðra sem eru ekki sömu skoðunar og viðkomandi. Við heyrðum af þessu af og til hér fyrir nokkru þegar mörgum þótti flott að taka þátt í bergmálshella samfélagi (woke). Þeir sem óska öðrum að missa lífsviðurværi sitt eiga í miklum vanda sjálfir. Hvað skyldi fólk kallast sem telur sínar skoðanir réttari en annars einstaklings? Sjálfhverft!

Haraldur geðlæknir sagði nokkuð sem menn ættu að hafa hugfast. Feitletrun bloggara sem finnst þetta eiga vel við skólakerfið.

Það er aldrei gott þegar það myndast þannig ástand að það sé bara ein skoðun leyfð og réttindi tekin af fólki og engin opinská umræða tekinÞað er lífsnauðsynlegt í lýðræðislegu samfélagi að uppi séu andstæðar skoðanir og að tekist sé á um þær. Á sínum tíma var búin til þrískipting valdsins og svo hafa fjölmiðlar tekið að sér hlutverk fjórða valdsins. En fjölmiðlarnir hafa í raun ekki staðið undir því hlutverki. Við þurfum að eiga alvöru umræðu um hvernig við getum búið til alvöru fjórða vald sem veitir ríkjandi valdhöfum aðhald."

Því miður hefur svona ástand skapast í grunnskólum landsins og þeir sem aðhyllast ekki trans hugmyndafræðina þegja. Jafnvel þegar þeir eru spurðir láta þeir ekki uppi raunverulega skoðun sína. Þöggun.

Fjölmiðlar eru sér kapítuli út af fyrir sig. Hafa fyrir löngu, margir hverjir, misst trú og hlutverk sitt.


Bloggfærslur 6. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband