Karlar sækja í kvennafangelsi

Fyrir átta árum skipti karlmaður kyngervi sínu í konu, lagalega. Ekki það sama og vera kona. Þrátt fyrir það er það ekki brot á réttindum hans að hann skuli halda áfram að afplána í karlafangelsi.

Eystri Landsréttur í Danaveldi dæmi í einkamáli þar sem transkona (sem líkar að vera í kvenfatnaði) fór í mál við fangelsismálayfirvöld.

Sextíu og tveggja ára maður skipti lagalega um kyn frá manni í konu. Í tengslum við það óskaði hann eftir að flutningi, yfir í kvennafangelsi þar sem hann samkvæmt lögfræðingnum Julie Stage er óörugg. Þetta er hægt í nafni laga um kynrænt sjálfræði.

Að auki vill hann fá orð réttarins að karlmaður eigi ekki að leita á honum nöktum af eða hann að gefa þvagsýni undir augum karlkynsstarfsmanni.

Bæði héraðsdómur og landsréttur dæmdu að þótt kyn ,,hennar" sé í lagalegum skilningi kona er ,,hún" líffræðilega maður.

Þess vegna er það ekki brot á reglum að karlmaður leita á ,,henni" né taki þvagsýni. Fjöldi þeirra eða eðli felur ekki í sér ómannúðlega meðferð segja dómstólarnir.

Til viðbótar segir Landsréttur að réttur til einkalífs samkvæmt 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu er ekki brotinn.

Vistun fangans í karlafangelsi stafar ekki af lagalegri viðurkenningu á því að ,,hún" sé löglega kona, heldur er það af öryggisástæðum og réttur annarra sem vegur þyngra.

Landsréttur hefur þar með staðfest dóm héraðsdóms Kaupmannahafnar frá febrúar 2022.

Lesa má þessa gömlu frétt hér.

Ánægjulegt að sjá, réttindi kvenna er virt þegar þær sitja í fangelsi. Enginn karlmaður á að vera innan um kvenfanga. Þetta er einn af brothættustu sálum hvers samfélags. Ólögin eða lygin varð að lögum, karl getur orðið kona og öfugt.


Bloggfærslur 5. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband