Læknir vekur athygli á innbroti í sjúkraskrá

Það er læknir sem  vekur athygli Hlédísar á umferð í sjúkraskrá hennar. Hann undraðist að svo margir flettu í skránni. Hlédís kunni ekki skýringu á því.

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu hefur farið út fyrir valdsvið sitt. Mætir með tilbúna yfirlýsingu sem hjónin eiga að skrifa undir. Þau eiga ekki að hnýsast meira um eigin fósturvísa. Lögreglan sem á að vera hlutlaus og rannsaka mál tekur afstöðu. Bíður hnekki, nokkuð ljóst.

Sama gerði lögreglan þegar blaðamaður Fréttarinnar var boðaður í skýrslutöku. Tilbúin yfirlýsing skrifuð af lögreglunni sem á að rannsaka mál hlutlaust um að hann hætti umfjöllun um málið ellegar hefur hann verra af.

Kári Stefánsson minnist á að fá lögregluna til að senda próf í útlanda. Hann virðist hafa vald til þess í gegnum tengdadóttur sína, hún er í stjórnendastöðu hjá lögreglunni. Hægt sé að leysa málið segir Kári. Hins vegar hefur það ekki gerst.

Það vinna gervilögreglumenn hjá löggunni, þeir fletta upp fólki í kerfi lögreglunnar. Vissuð þið það? Hægt að óska eftir persónulegum uppflettingum LÖKE og ríkislögreglustjóri verður að verða við því.

Einn kærandinn er starfsmaður lögregluembættisins.

Hvet fólk til að hlusta, skaðar ekki en spjallið er upplýsandi um mál sem fólk veltir venjulega ekki fyrir sér.


Bloggfærslur 3. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband