Grunnskólakennari skrifaði tilfinningaríkan pistil

Það var áhugavert að lesa pistil kennara um grein sem birtist í Morgunblaðinu fyrir rúmu ári. Þar veltir greinarhöfundur upp námsefni trans Samtakanna 78 og hvort það eigi erindi inn í grunnskólann. Tilfinningar kennarans fóru á fullt. Að mati bloggara lét hann skynsemi ekki ráða för heldur tilfinningar.

Hefði skynsemin ráðið för myndi kennarinn brjóta greinina niður og svara efnislega. Hann hefði tekið hverja efnisgrein fyrir sig og rökstutt af hverju fræðsluefnið eigi fullt erindi til barna niður í leikskóla. Hann hefði átt að benda á hvað það gerir börnum gott, og af hverju, að heyra um trans- málaflokkinn. Hann hefði getað rökstutt af hverju fámennur hópur fólks eigi að hafa svona mikil áhrif í grunnskólann. Kennarinn hefði getað rakið inntak greinarinnar, eða ekki!

Kennarinn ætti í rökstuðningi sínum, að mati bloggara, að benda á hvernig börn skipta um kyn. Hvernig hægt er að verja að börn séu ekki nógu góð eins og þau eru heldur þurfi að ,,skipta um kyn" (sem er að sjálfsögðu ekki hægt) og félagslegt kyn. Kennarinn gæti bent hvernig það brjóti ekki í bága við lög eða sáttmála þegar því er haldið fram að börn séu í meiri sjálfsvígshættu ef þau breyta ekki félagslegu kyni sínu eða fá læknisfræðilega aðstoð við að eyðileggja líkama sinn og gera sig ófrjó af hormóna blokkurum. Kannski gæti kennarinn líka bent á rannsóknir máli sínu til stuðnings. Cass skýrslan er tilvalin til að auka þekkingu sína á málaflokknum. Hvet stjórnendur skóla og allt skólafólk til að kynna sér innihald skýrslunnar, hér. Barna- og unglingageðlæknir fer vel yfir málið hér, en umræddum kennara finnst ábyggilega læknirinn fordómafullur og spjallið fullt af fordómum.

Greining texta er lykilatriði í hvernig maður les texta. Menn eru misgóðir í því eins og hefur komið á daginn. Kennarinn sakar greinarhöfund um fordóma án þess að benda hvar í textanum þeir koma fyrir. Efast ekki, þetta er hans tilfinning og hugsun. Ekki staðreynd. Með þessum orðum var ýtt undir heitingar sem m.a. þessi kennari tók þátt í.

Það væri áhugavert að heyra skoðanir kennarans á afleiðingum trans málaflokksins á konur, hlustið.

Góður kostur í fari kennara, að mati bloggara, er að geta skoðað mál frá ólíkum hliðum, líka þau umdeildu, rétt eins og rithöfundur gerir, hlustið hér. Kennararnir misstu sjónar á aðalatriðunum í tilfinningalegum rússíbana að mati bloggara. Þau eltu manninn ekki málefnið.

Þetta er pistill grunnskólakennarans á eigin snjáldursíðu.

                                       

óli


Bloggfærslur 26. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband