26.6.2024 | 10:20
Grunnskólakennari skrifađi tilfinningaríkan pistil
Ţađ var áhugavert ađ lesa pistil kennara um grein sem birtist í Morgunblađinu fyrir rúmu ári. Ţar veltir greinarhöfundur upp námsefni trans Samtakanna 78 og hvort ţađ eigi erindi inn í grunnskólann. Tilfinningar kennarans fóru á fullt. Ađ mati bloggara lét hann skynsemi ekki ráđa för heldur tilfinningar.
Hefđi skynsemin ráđiđ för myndi kennarinn brjóta greinina niđur og svara efnislega. Hann hefđi tekiđ hverja efnisgrein fyrir sig og rökstutt af hverju frćđsluefniđ eigi fullt erindi til barna niđur í leikskóla. Hann hefđi átt ađ benda á hvađ ţađ gerir börnum gott, og af hverju, ađ heyra um trans- málaflokkinn. Hann hefđi getađ rökstutt af hverju fámennur hópur fólks eigi ađ hafa svona mikil áhrif í grunnskólann. Kennarinn hefđi getađ rakiđ inntak greinarinnar, eđa ekki!
Kennarinn ćtti í rökstuđningi sínum, ađ mati bloggara, ađ benda á hvernig börn skipta um kyn. Hvernig hćgt er ađ verja ađ börn séu ekki nógu góđ eins og ţau eru heldur ţurfi ađ ,,skipta um kyn" (sem er ađ sjálfsögđu ekki hćgt) og félagslegt kyn. Kennarinn gćti bent hvernig ţađ brjóti ekki í bága viđ lög eđa sáttmála ţegar ţví er haldiđ fram ađ börn séu í meiri sjálfsvígshćttu ef ţau breyta ekki félagslegu kyni sínu eđa fá lćknisfrćđilega ađstođ viđ ađ eyđileggja líkama sinn og gera sig ófrjó af hormóna blokkurum. Kannski gćti kennarinn líka bent á rannsóknir máli sínu til stuđnings. Cass skýrslan er tilvalin til ađ auka ţekkingu sína á málaflokknum. Hvet stjórnendur skóla og allt skólafólk til ađ kynna sér innihald skýrslunnar, hér. Barna- og unglingageđlćknir fer vel yfir máliđ hér, en umrćddum kennara finnst ábyggilega lćknirinn fordómafullur og spjalliđ fullt af fordómum.
Greining texta er lykilatriđi í hvernig mađur les texta. Menn eru misgóđir í ţví eins og hefur komiđ á daginn. Kennarinn sakar greinarhöfund um fordóma án ţess ađ benda hvar í textanum ţeir koma fyrir. Efast ekki, ţetta er hans tilfinning og hugsun. Ekki stađreynd. Međ ţessum orđum var ýtt undir heitingar sem m.a. ţessi kennari tók ţátt í.
Ţađ vćri áhugavert ađ heyra skođanir kennarans á afleiđingum trans málaflokksins á konur, hlustiđ.
Góđur kostur í fari kennara, ađ mati bloggara, er ađ geta skođađ mál frá ólíkum hliđum, líka ţau umdeildu, rétt eins og rithöfundur gerir, hlustiđ hér. Kennararnir misstu sjónar á ađalatriđunum í tilfinningalegum rússíbana ađ mati bloggara. Ţau eltu manninn ekki málefniđ.
Ţetta er pistill grunnskólakennarans á eigin snjáldursíđu.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)