Arnar þór bendir á að forseti skipi ráðherra

Áhugavert spjall við forsetaframbjóðandann Arnar Þór Jónsson. Í spjallinu benti hann á skyldu forseta að skipa ráðherra. Margir hafa undrað sig á gjörningi Bjarna Ben. og Svandísar Svavarsdóttur, skipta bara um stól til að þagga niður í almúganum. Arnar benti á að í svona tilfelli gæti forsetinn samkvæmt lögum hafnað að skipa viðkomandi í ráðherraembætti. Sem sagt forseti getur sett stoppað fyrir svona spillingu eins og þjóðin hefur horft upp á með Katrínu Jakobsdóttur í broddi fylkingar. Hér má hlusta á spjallið frá 32.40.

Nú er að sjá hvort þeir sömu og gagnrýndu stólaskiptin eru tilbúnir í breytingar á Bessastöðum. Eru menn tilbúnir að kjósa forseta sem þorir að láta kné fylgja kviði. Arnar Þór er eini frambjóðandinn sem ég myndi treysta til að segja, stopp, hingað og ekki lengra gagnvart svona spillingu inni á þingi. Þarf þjóðin ekki þennan varnagla eða vill þjóðin meðvirkan forseta sem er eins og hvert annað skraut.

Menn þurfa hugarfarsbreytingu gagnvart forsetaembættinu. Arnar Þór benti á að hver tími kallar á nýjar áherslu. Hverju orði sannara hjá frambjóðandanum. Nú hefur þjóðin möguleika á að taka þátt í breytingum, velja þann sem getur veitt spilltum þingmönnum viðnám. Grípið tækifærið.


Bloggfærslur 29. maí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband