Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi

Það var ánægjulegt að heyra að Arnar Þór gæfi kost á sér til embætti forseta Íslands. Hann ætti að fá verðskuldaða athygli í fjölmiðlum og meðal lýðsins vegna þeirra málaflokka sem hann talar um. Hann er verðugur forseti. Hjónin myndu sóma sér vel með barnaskarann á Bessastöðum.

Það sem hefur vakið athygli bloggara er hvað fjölmiðlar hafa sýnt framboði hans lítinn áhuga, miðað við sum önnur. Á bloggara virkar það eins og fjölmiðlar sammæli sig um að fjalla sem minnst um framboð Arnars Þórs meðan aðrir frambjóðendur fá alls konar athygli. Rætt við þá um önnur mál en tengjast ekki forsetaframboði. Er það til að vekja athygli á framboði þeirra, umfram annarra? Er það til að breyta ásýnd annarra frambjóðenda? Er það góð fréttamennska að draga taum eins frekar en annars?

Arnar Þór hefur allt sem prýða á góðan forseta. Takið eftir honum og þeim málefnum sem hann fjallar um.

Arnar Þór heldur úti bloggsíðu og hefur gert lengi. Margt áhugavert sem hann skrifar um, m.a. tjáningarfrelsið.


Bloggfærslur 18. maí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband