8.12.2024 | 11:30
Gluggaði í bókin Saga Reykjavíkurskóla
Á bls. 265 stendur, undirstrikun og feitletrun er bloggara: ,,Stundum hefur skólanum verið fundið það til foráttu að hann leggi ekki nógu mikla áherzlu á að móta skapgerð nemenda, fegra hana og bæta. Einkum hafa þessar aðfinnslur verið háværari á síðari tímum. Vel má vera, að eitthvað kunni að vera til í þessu. En því er til að svara, að síðan heimavistir hurfu úr skólanum eru nemendur og kennarar ekki samvistum nema brot úr degi í 8-9 mánuði. Eru það því aðrir aðilar en kennarar, sem hafa tækifæri til að hafa áhrif á skapgerð nemenda. En hitt er óhætt að fullyrða, að kennarar hafa yfirleitt haft hinn bezta vilja til þess að hafa góð áhrif á nemendur sína. Kennarar haf ekki haft aðra leið til þess að móta skapgerð þeirra en með því að veita þeim kunnáttu og þekkingu til þess að greina gott og illt og vekja hjá þeim vinnugleði og virðingu fyrir því sem satt er og rétt. Vissulega taka allir kennara undir ályktunarorð Sveinbjarnar Egilssonar í setningarræðu hans 1. október 1946: ,,Það er því mín áminning, mín upphvatning og bón til yðar, að þér helgið þetta hús með iðni og ástundun með spöku, rósömu og siðsömu líferni.
Kunnátta og þekking er eitthvað sem finnst ekki í Aðalnámskrá grunnskóla síðan Katrín Jakobsdóttir þáverandi menntamálaráðherra breytti henni. Þáverandi menntayfirvöldum fannst mikilvægara að meta hæfni og færni. En maður getur velt fyrir sér ef þekking og kunnátta er ekki metin hvernig skal meta hvort nemandi hafi hæfni eða færni, þekking og kunnátta hlýtur ávallt að vera undirstaða undir hæfni og færni.
Í skólakerfinu í dag búum við ekki til gagnrýna nemendur. Þeir eru mataðir á upplýsingum sem námsgagnahöfundum og kennurum finnst mikilvægt, burtséð frá hvort það sé satt og rétt, gott eða illt. Enginn þarf að undrast hnignum skólakerfisins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)