Þarf að taka á því sem heyrir ekki til í skólakerfinu

Álag í skólakerfinu, rétt hjá Ástu Lóu. Vonandi tekur hún á því. Það sem ráðherra ætti að skoða eru allar þær stefnur og straumar sem faglegir leiðtogar taka inn í skólakerfið og almennir kennarar þurfa að koma fyrir í kennslunni. Má þarf nefna frá Barnaheill, UNICEF, Samtökum 78, Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, Réttindaskóli, o.s.frv.

Ásta Lóa þarf að leggja áherslu á náttúruvísindi sem eru að miklu leyti horfin úr mögum skólum. Í þeim skólum finnst ekki eðlis- og efnifræðistofur þar sem tilraunir eru gerðar með ýmsum tækjum og tólum. Hvað þá ólíkum efnum. Fer eftir kennara hvernig þessi kennsla fer fram.

Íslenskukennslu útlenskra barna þarf að endurskoða, kerfið í dag er óviðunandi. Svokallað ÍSAT kerfi fjallar meira um utanumhald en kennsluna sjálfa. Svo er annað, margir kennarar senda bréf á ensku til foreldra útlenskra barna. AF HVERJU? Auðvitað á að senda bréf um skólastarfið á íslensku og foreldrar geta notað hermigreindina til að þýða fyrir sig. Svo eru ákveðnir hópar sem tala ekki einu sinni ensku. 

Uppistaða nýliðunar í grunnskólakennarastéttinni virðist vera fólk sem hefur tekið annað Bakkalárnám er kennarafræði. Síðan bæta þeir tveimur árum við, heitir meistaranám í menntunarfræði og þar með verður viðkomandi grunnskólakennari. Grunnstoðirnar farnar. Ljóst að þessi tegund kennara hefur ekki sama grunn og B.Ed-arnir. Þetta þótti forsvarsmönnum KÍ voða sniðugt til að fjölga í stéttinni. Hjúkrunarfræðingum bar gæfa til að stoppa þetta fyrirkomulag á sinni menntun. Skynsöm stétt.

Læsisvandinn er til staðar. Nemendur koma jafnvel ólæsir upp í fjórða bekk og spyrja má hvað gerist á yngri stigum. Börnum er kennd enska frá öðrum eða þriðja bekk, líka þeim ólæsu á íslensku. Þarf ekki að endurskoða málið, af hverju eiga ólæs börn að læra ensku?

Verðbólga í einkunn er áhugavert efni. Af hverju fá börn á yngri stigum vitnisburð sem kveður á um að þau geti eitt og annað sem þau svo ekki geta þegar komið er á miðstig. Samræmt námsmat er nauðsynlegt. Huglægar einkunnir kennara þarf að fjarlægja.

Allt sem viðkemur kynja költinu þarf að afnema úr Aðalnámskrá grunnskóla, á ekki heima þar. Ásta Lóa þarf hugrekki til að vinna í því og ég vona að hún fái til liðs við sig fólk sem hefur þor og dug til að taka á því. Það á ekki að vera skylda í skóla að ljúga börnin full um að þau geti skipt um kyn, að þau geti verið kynlaus, eða fædd í röngum líkama. Eitthvað verulega að í þeim skóla þar sem slíkt er leyft. Sama með skólabækur sem ljúga að börnum.

Fánalögum þarf líka að breyta til að fjarlægja áróðursfána trans-hreyfinga af fánastögum skóla, alveg sama á hvaða stigi skólarnir eru. 

Ég vona að Ásta Lóa hreinsi til eftir Ásmund Daða með skynsömum hætti.


mbl.is Nýr ráðherra segir læsisvanda blasa við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. desember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband