Átta dæmdir fyrir morðið á franska kennaranum

Sögukennarinn, Samuel Paty, var hálshöggvinn úti á götu af múslímskum manni um hábjartan dag í úthverfi Parísar árið 2020. Hvað vann hann sér til saka? Hann sýndi Múhameð teiknimyndir í kennslu sinni.

Í frétt á B.T. segir; ,,Fyrir fjölskyldu Paty, samstarfsmenn og skólann sem stofnun er þetta mjög mikilvægt. Vegna þess að það er mikilvægt að þeir fái refsingu, jafnvel þeir sem beittu ekki hnífnum beint."

Hinn 47 ára gamli kennari var drepinn af 18 ára flóttamanni eftir að hafa sýnt nemendum sínum Charlie Hebdo teiknimyndir af Múhameð spámanni. Gerandinn, Abdoullakh Anzorov, var skotinn til bana af lögreglu á vettvangi glæpsins.

Átta voru dæmdir þrátt fyrir að þeir hefðu ekki allir komið að aftökunni. Sjö karlmenn og ein kona, allt múslímar. Samkvæmt BBC hafa verjendur málsins haldið því fram að enginn þeirra hafi vitað af fyrirætlunum um að drepa Paty. Dómarinn sagði hins vegar að skortur á þekkingu eða innsæi teljist ekki til varnar, vegna þess að gjörðir þeirra á þeim tíma hefðu virst hvetjandi – óháð ásetningi.

,,Við höfum séð sambærileg keðjuverkun gegn fólki í menntageiranum í Danmörku. Skítastormi er komið af stað og það getur orðið of alvarlegt þegar það tengist íslam. Við ættum að vera meðvituð um að herferðirnar geta fangað athygli öfgaskoðana."

Til að skjóta því inn þá þekkjum við öfgaherferðir gegn kennurum hér á landi hér á landi þegar trans-málaflokkurinn er annars vegar. Menn eru eltir, með undirskriftasöfnun samkennara og til atvinnumissis.

Samkvæmt Maria Bjørn leiða ,,hatursherferðir" gegn kennurum til ritskoðunar á kennsluefni – einnig í Danmörku.

,,Það síðasta sem þú vilt vera sakaður um í menntageiranum er íslamsfóbía eða kynþáttafordómar. Þannig að til dæmis nota ekki fleiri Múhameðsteiknimyndirnar í kennslu, eins og Samuel Paty gerði," segir hún.

,,Stærsta og mikilvægasta verkefni skólanna í hinum vestræna heimi er að tryggja að næstu kynslóðir verði lýðræðissinnar," segir Maria Bjørn og heldur áfram: "Það er kjarninn, og ef þú lætur sjálfsritskoðun og ótta við ákveðin efni ráða kennslu, þá erum við ekki aðeins að bregðast næstu kynslóð, heldur einnig lífsviðurværi menntageirans í heild."


Bloggfærslur 27. desember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband