Einelti, hér og þar!

„Þetta er farið að að bera meira keim af ein­elti en lög­legri stjórn­sýslu”

segir í fyrirsögn á Vísi.is og er mál vararíkissaksóknara til umræðu. Það er þetta með löglega stjórnsýslu! Í skólakerfinu heitir það fagleg forysta. Þegar yfirmenn nota þetta viðgengst oft einelti af því menn horfa fram hjá hegðuninni en kalla það fagleg forysta.

Hversu margir kennarar haldið þið að hafi lent í einelti af hálfu skólastjórnenda, sem kallast fagleg forysta. Nokkuð margir að mati bloggara.

Þegar Helgi mætti til vinnu gerðist þetta ,,Honum var hins vegar ekki úthlutað neinum verkefnum..." Ef kennari lendir í einelti fær hann vissulega verkefni, þau sem hann hafði ekki óskað eftir. Kennari er settur í verkefni sem hann hvorki menntaði sig til eða er hæfastur til að gegna, þannig er faglegri forystur innan skólakerfisins beitt. Möguleiki á yfirvinnu tekin frá kennara og síðan hundsun. Oft taka kennarar skóla þátt í slíku og þá magnast vandinn. Reynt að gera kennaranum ómönuglegt fyrir.

Helgi er maður að meiri að opinbera eineltið sem Sigríður virðist leggja hann í. Kennarar aftur á móti, hrökklast úr starfi, annað hvort með starfslokasamning, veikindarétt eða bara sálar sinnar vegna.

Hér má lesa fréttina á Vísi. Hér má hlusta á Frosta, hann fjallar um málefni ríkissaksóknara.


Bloggfærslur 23. desember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband