Áhugaverður tími framundan

Það má með sanni segja að komandi mánuðir og kannski ár verði áhugaverð þegar litið er til stjórnar landsins. Við fyrstu sýn virðist Flokkur fólksins fá lítið af sínum slagorðum uppfylltum. En sjáum hvað setur. Fékk á tilfinninguna að Ingu langaði svo í ráðherrastól að hún var næstum tilbúin að gera hvað sem var fyrir hann. Kannski skjátlast bloggara.

Ásta Lóa í menntamálaráðuneytið. Spurning hvort hún haldi áfram á sömu braut og Ásmundur Daði með alla sína farsæld og allt starfsfólkið sem þurfti í málaflokkinn. Ekki varð farsæld bara meiri fyrir vikið. Kerfið bólgnaði. Hún þarf heldur betur að taka á Stuðla-málinu, þar er allt í ólestri. Vantar barna- og unglingasálfræðing á staðinn og fleira eftir því.

Bloggari þarf að lesa sáttmálann en aðild að ESB líst honum illa á. Við eigum ekkert erindi inn í þetta fallandi bandalag sem íþyngir meira en það hjálpar. 


mbl.is Lyklaskipti í ráðuneytunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. desember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband