Endemis rugl er þetta

Það er ekki verkfallsbrot að foreldrar aðstoði börn sín við heimanámið. Kennarar í Lundarskóla á Akureyri fóru aðeins yfir strikið. Leyfa á nemendum að sækja skólabækurnar, sem eru í eigu skólanna, vilji þau læra í verkfallinu. 

Skólastjóri, húsvörður og ritari mega afhenda börnum bækur rétt eins og í leyfum kennara og jólafrí. 

Þessi ákvörðun kennara í Lundarskóla að hefna sín svona á nemendum sínum kann ekki góðri lukku að stýra, þeir eru í átökum við sveitarfélagið ekki nemendur sína.

Hver kennari ætti að fagna ef nemendur halda áfram með nám sitt í verkfalli þeirra, sýnir þrautseigju, vilja til náms og dugnað.

Foreldrafélagið á ekki að gefast upp. 


mbl.is Foreldrum sagt að heimanám væri verkfallsbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband