4.11.2024 | 12:26
Kvenkyns nemandi mótmælir
Stúlkan, Ahoo Daryaei, fór úr fötunum og gekk um í nærfötum. Það þarf mikið hugrekki til að gera þetta.
Það var í háskólanum þar sem hún nemur. Hvatning fyrir aðrar stúlkur.
Myndband er í dreifingu, auk þess hafa fjölmiðlar birt það. Gott fyrir alheim að sjá þessa fatakúgun.
Hún gekk um en eftir smá tíma var hún tekin höndum af siðferðislöggunni í Íran. Auðvitað, stúlkur mega ekki klæða sig eins og þær vilja.
Hún var sett inn í bíl og ekið á brott með hana. Hver eru afdrif hennar er ekki vitað.
Nemendahópar sem berjast fyrir frelsi segja að unga stúlkan hafi gert þetta til að mómæla ströngum kröfum klerkastjórnarannar. Munum Íslam. Stúlkan mótmælti ströngum kröfum þeirra um klæðnað kvenna.
Á myndbandinu má sjá margar konur, sem eru klæddar svörtu frá toppi til táar, Það er sá klæðaburður sem stúlkan mótmælir.
Hér er fjallað um málið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)