Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum

Enn eitt gosið. Móðir náttúra lætur ekki að sér hæða. Það gerir þingmaðurinn, Nancy Mace ekki heldur. Líkja má máli hennar við gos. Henni hefur verið hótað lífsláti

Það kostar að verja konur. Það fékk þingmaðurinn, Nancy Mace, að finna fyrir þegar hún hafnaði aðgengi karlmanns, sem skilgreinir sig sem konu, að salernum kvenna í þinghúsinu. Hún vill leggja fram frumvarp sem bannar svona tegund karla inn á kvennasalerni.

Margir risu upp á afturfæturna. Virðist sama um réttindi kvenna, ekki borin virðing fyrir þeim. Trans-kona er m.a. þeirra sem hafa hótað þingmanninum lífláti fyrir að segja upphátt sem vel flestar konur hugsa og vilja. Engir karlmenn, sem skilgreina sig sem konu, inn á kvennaklósettin.

Þingmanninum var nauðgað þegar hún var 16 ára og finnst óboðlegt að karlar mæti inn á kvennaklósett. Konur mega vera stoltar af þessari konu. Hún segðist ekki gefast upp, hlustið.


Bloggfærslur 21. nóvember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband