Íþróttastúlku hótað eftir að hún sagði frá trans-konu, karlmanni sem skilgreinir sig sem konu

Háskólastelpur koma nú hver á eftir annarri til mótmæla þátttöku karlmanna, sem skilgreina sig sem konur, í kvennaíþróttum. Þó fyrr hefði verið segir bloggari.

Ein blakkvennanna slóst í hóp Riley Ganes sem er með dómsmál í gangi gegn NCCA, íþróttasamtökum í Bandaríkjunum. Stelpurnar kæra samtökin fyrir að leyfa karlmönnum að spila með og gegn stúlkum, þeir leggja þær í hættu. Þær kæra líka fyrir að þeim sé gert að keppa við ofjarla sína, karla sem skilgreina sig sem konur. Um það er ekki deilt, líffræðilegur karlmaður hefur mun meiri styrk, þol og krafta en kona.

Slusser fyrirliði San Jose liðsins var sú sem slóst í málsóknarhópinn en liðsfélagi hennar reyndi að leyna líffræðilegu kyni sínu. Það var afhjúpað. Nokkur lið hafa nú neitað að spila við liðið þar sem karlmaðurinn er, skiljanlega.

Nokkur kvennalið neita að spila við San Jose State University liðið þar sem karlmaður er liðsmaður segir Irena BritUSA fjallaði um málið. Þegar menn segja ekki sannleikann, blanda kynjum saman í íþróttum gerist þetta segir Irena. Verður aldrei sanngjarnt að strákur keppi í kvennaliðið.

Hér fjallar ung koma um lögin og börn eru hvergi undanskilin.

Víðar er barist fyrir réttinum kvenna, eða réttara sagt að viðhalda þeim. Það er synd og skömm að baráttan um réttindi kvenna sem formæður okkar börðust fyrir hverfa nú eitt af öðru til að þóknast karlmönnum sem skilgreina sig sem konu. Frekjan og yfirgangurinn er þvílíkur. Þeir sætta sig ekki við sömu mannréttindi og aðrir heldur vilja þeir hafa réttindi af konum, s.s. einkarýmum og íþróttum.

Andspyrnuhreyfing kvenna

Í Þýskalandi hóft ráðstefna kvenna hófst í gær og verður til morguns. Ráðstefnan ber nafnið Heroica. Konurnar sem þar eru mótmæla þýskum lögum sem taka gildi 1. nóvember. Þrengt er að réttindum kvenna, foreldra og tjáningarfrelsinu. 

Lesbíur verða illa úti vegna trans-hugmyndafræðinnar. Karlar sem skilgreina sig sem konu vilja vera lesbíur. Í huga bloggara og margra annarra eru þeir gagnkynhneigðir, einhvern veginn liggur það í augum upp. Eru með lim og pung, vilja konur. Lesbíupar eru tvær konur, ekki karl og kona.

 


Bloggfærslur 5. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband