25.10.2024 | 08:10
Hvað gerist ef við fækkum skjátíma niður í þrjár klukkustundir á viku?
Í danskri rannsókn var rannsakað hvaða áhrif fækkun skjátíma hefur á fjölskyldu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif tveggja vikna íhlutunar, til að draga úr skjánotkun, á geðheilsu barna og unglinga. Alls tóku 89 fjölskyldur þátt í rannsókninni.
,,Stafræn tæki er miðlægur hluti af daglegu lífi barna og ungmenna og aukin áhersla hefur verið lögð á hugsanlegar afleiðingar of mikils skjátíma. Nokkrar rannsóknir benda til mögulegra tengsla milli langtíma skjánotkunar og áskorana með bæði andlega og félagslega heilsu í huga. Ný rannsókn er komin fram og þar skoðuðu menn hvað íhlutun hafði að segja. Skjátíminn var takmarkaður í þrjár klukkustundir á viku. Tveggja vikna íhlutun með að hámarki þriggja klukkustunda skjátíma á viku var skoðað.
Einn höfundur rannsóknarinnar, prófessor Anders Grøntved, deildarstjóri rannsókna við Háskólann í Syddanmark, segir: "Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á bætta andlega heilsu barna og ungmenna vegna minni skjánotkunar í frítíma fjölskyldunnar. Sérstaklega sáum við minnkun á innri einkennum samanborið við samanburðarhópinn. Einkennin sem minnkuðu var meðal annars tilfinningalegir erfiðleikar eins og áhyggjur og taugaveiklun. Geðrænum kvörtunum fækkaði eins og höfuðverkur eða magaverkur án líkamlegrar ástæðu, og erfiðleikar í tengslum við jafnaldra.
Félagslega bætt hegðun
Við sáum merki um bætta félagslega hegðun, þar á meðal aukna vinsemd, hjálpsemi og tillitssemi. Niðurstöðurnar styðja því þá tilgátu að mikil neysla á skjámiðlum geti átt þátt í þeim andlegu áskorunum sem mörg börn og ungmenni upplifa í dag. Ein möguleg skýring á bættri geðheilsu barna gæti verið sú að minni skjánotkun í fjölskyldunni gefi börnum og unglingum meiri tíma til að vera líkamlega með foreldrum, systkinum og vinum. Það sem við vitum, er að það skiptir sköpum fyrir geðheilsuna.
Önnur skýring gæti verið sú að foreldrarnir upplifðu einnig bætta andlega líðan, sem við höfum áður skráð í tengslum við skap þeirra og almenna líðan. Það reyndist einnig betra miðað við foreldra úr samanburðarhópnum. Þetta hefur skapað jákvæðara andrúmsloft á heimilinu og gefið foreldrunum meiri orku.
Að lokum getur tegund og innihald skjánotkunar, svo sem samfélagsmiðlanotkun, haft áhrif á geðheilsu, þar sem sýnt hefur verið fram á, í fyrri alþjóðlegum slembiröðunum rannsóknum,2 að takmarkanir á samfélagsmiðlum meðal ungmenna draga úr einkennum einmanaleika og þunglyndis."
Hér má lesa umfjöllunina og hér má lesa um rannsóknina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)