Annað hvort vantar þingmanninn vit í kollinn eða hann lifir í draumaheimi

Nikolaj Bøgh, þingmaður Íhaldsflokksins, skrifaði í Berlingske í gær að hann ,,vilji taka afstöðu gegn lagalegum kynskiptum" segir Lotte Ingerslev. Gott það sem komið er.

Hann skrifar að ,,uppgjör" hans verði að ,,endurreisa virðingu fyrir sameiginlegum veruleika". Það lofar líka góðu. --- En svo kemur það, keðjan hoppar af, því Nikolaj Bøgh vill að lagaleg kynbreyting LIFI AF.

Að mati Nikolaj Bøgh ætti að vera hægt að breyta löglegu kyni fólks sem ,,þjáist viðvarandi af alvarlegum kynama" og sem ,,eftir sérfræðiráðgjöf" hefur fengið tækifæri til að ,,breyta líffræðilegu kyni sínu".

Ég er undrandi.

Hvernig mun þetta uppgjör geta ,,endurreist virðingu fyrir sameiginlegum veruleika"?

Og hvað er þetta eiginlega, að geta ,,breytt líffræðilegu kyni þínu"?

Taka má undir orð Lotte.

Hugsa sér að nokkur stjórnmálamaður láti þetta út úr sér, ,,breyta líffræðilegu kyni.“ Það vita allir heilvita menn að það er ekki hægt, hefur ekki verið og mun aldrei verða. En kannski þarf maður ekki að undrast að þingmaður tali svona þegar grunnskólakennarar sem hafa fimm ára háskólamenntun skuli segja nemendum að það viti enginn hvort kynið þau eru þegar þau fæðst. Ekki mamma og pabbi, ekki ljósmóðirin og ekki læknirinn. Heldur, þegar þú sjálfur hefur aldur og vit til þá ákveður þú kynið. Skólabækur sem notaðar eru í skólunum segja þetta líka.

Kannski þarf maður ekki að undrast að þingmenn tali svona! Hvorki hér á landi né í Danaveldi því ,,woke-ið“ hefur náð tökum á skynsemi fólks og gagnrýnni hugsun.

Hér er greinin.

blogg 16. okst


Bloggfærslur 16. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband