22.9.2023 | 20:33
Felix Bergsson glottir og segir af og frá að netið hafi áhrif
Auðvitað hefur netið áhrif á trans-væðingu barna eins og klámáhorf.
Skil ekki af hverju fólk áttar sig ekki á því, þarf ekki að leita lengi til að sjá það og heyra. Víða á netinu má horfa á kolruglaða einstaklinga fagna fjölbreytileikanum og hvetja börn og unglinga til að vera annar en hann er sjálfur.
Sum myndbönd og netsíður ganga svo langt að segja börnunum að foreldrar þurfi ekkert að vita. Sum myndbönd og netsíður koma með ráð til að þrýsta á foreldra til að samþykkja að þau séu hitt kynið. Jafnvel hóta með sjálfsmorði. Sagt að foreldrar séu risaeðlur og skilji ekki börnin sín sem vilja vera hitt kynið. Mannvonska af hálfu foreldra. Svona má lengi telja. En vissulega má gera eins og Felix Bergsson, loka augunum fyrir þessu, glotta í kynningarmyndbandi og hafna áhrifum samfélagsmiðlum.
Unglingsstúlkur deila myndum af sér þar sem ljót ör eru í stað brjósta. Látið fjarlægja þau. Kannski þarf einhver að taka ábyrgð næstu áratugina.
Því fyrr sem fullorðið fólk viðurkennir vandan, því þetta er vandi, því fleiri börnum verður hægt að bjarga frá að taka afdrifaríkar ákvarðanir.
Felix Bergsson er einn þeirra sem telur óhugsandi að netið og vefsíðu hafir áhrif á börn. Glottandi á myndskeiði talar hann um að fólk haldi þessu fram, eins og þetta sé smitandi. Já það er nefnilega þannig. Samfélagsmiðlar smita frá sér og börnum sem líður illa halda allt í einu að þetta sé rétta hillan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)