Ungt fólk sem sér eftir kynsiptiaðgerð má ekki

halda erindi í menningarhúsinu í Osló nema með skilyrðum. Skyldi það vera gin úlfsins sem stendur fyrir því.

Hér má lesa um málið en í greininni segir að skipuleggjendur Menningarhúss Óslóar kröfðust að hafa líka fyrirlestur frá einhverjum sem er ánægður með kynskiptiaðgerð. Unga fólkið sætti sig ekki við það og aflýstu vegna afskipta stjórnenda. Fóru á annan stað. Minnir á málþing Samtaka 22.

Væri þetta viðburður þar sem jákvæð reynsla af kynskiptiaðgerð er umtalsefnið hefðu þeir ekki óskað eftir neikvæðu reynslunni sem mótvægi segir annað ungmennið.

Annar fyrirlesarinn bendir á að hópurinn stækkar ört sem sér eftir kynskiptiaðgerðunum. Menn segjast heyra lítið um það í samfélaginu. Hann bendir á að þessi gjörningur sé lifandi dæmi um af hverju heyrist svona lítið um málin í samfélaginu, reynt að þagga niður í okkur. Þeir sem hafa slæma reynslu af kynskiptiaðgerðum upplifa að þau megi ekki tala opinskátt um það.

Hann stækkar sífellt hópurinn. Einstaklingar sem sjá eftir að hafa hoppað á transvanginn, þar sem enginn veit hver endastöðin er, segja í auknu mæli frá. Vítin eru til að varast þau og því gott að einhver hefur þor og getu til að segja frá.

Hér á landi er aldrei sagt frá þessum ungmennum, fréttamiðlar láta eins og hópurinn sé ekki til. Gin úlfsins er stórhættulegt og því þora menn ekki að vera hlutlausir í fréttaflutningi sínum. Hér má sjá dæmi um eftirsjá. Þessi móðir bjargaði stúlkunni sinni, stefndi í óefni. Hún var ósátt við framgöngu skólans sem fór á bak við foreldrana.

Hér má sjá þrjá fræðsluþætti frá sænska sjónvarpinu þar sem trans-konan á myndinni hér að neðan segir frá sinni sögu. Sértrúarsöfnuður.

Aleksa-Lundberg


Bloggfærslur 16. september 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband