Fimmtíu gráir skuggar og Langholtsskóli

Þegar bókaröðin 50 gráir skuggar kom út varð uppi fótur og fit víða um heim. Sama með myndirnar. Bækurnar þóttu sýna gróft kynlífsblæti sem hluti mannskynsins stunda, sennilega fáir miðað við hausatölu. Hér á landi vilja ákveðnir menn kalla BDSM blæti kynhneigð (já þú last rétt, kynhneigð) sennilega til að styrkja stöðu sína innan trans Samtakanna 78.

BDSM er kynlífsathöfn þar sem undirgefni annars aðila er aðalhlutverkið, með samþykki, bindingar, ólar, svipur, leðurfatnaður, grímur, binda fyrir augun og hvað annað sem maður getur nefnt sem tilheyrir kynlífsleikjunum. Mörgum finnst þetta ógeðfellt blæti á meðan aðrir dýrka það. Svona er það með flest blæti. Eitt er víst, þetta er ekki fyrir börn frekar en dragdrottningar.

Undanfarna daga hefur mynd af veggspjaldi flogið um samfélagsmiðlana sem skólastjóra Langholtsskóla finnst svo smart að hafa upp á vegg. Hvernig hún réttlætir það veit ég ekki. Börn á aldrinum 6-16 ára í Langholtsskóla og öðrum skólum þar sem veggspjöldin hanga uppi geta farið á netið til að fræðast um kynlífsblæti fullorðna. Er það í verkahring skólastofnunar að auglýsa sérstakt kynlífsblæti fyrir börnum? Er það í verkahring skólastjóra? Er það í verkahring kennara? Svari hver fyrir sig.

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir starfar í Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar (sem boðar trans-málefnin af fullum krafti) segir í leiðbeiningum sínum um hvernig eigi að tala við börn um klám ,,Rannsóknir sýna að því yngri sem börn eru þegar þau verða fyrir því að sjá klám í fyrsta sinn því meiri líkur eru á að þau upplifi vanlíðan.“ BDSM er klám í augum margra og því undarlegt að grunnskóli haldi fram við börn að það sé kynhneigð. Reykjavíkurborg skartar sama veggspjaldi og Langholtsskóli á vef borgarinnar.

Það er engum blöðum um það að fletta að skólastjóri Langholtsskóla fór yfir strik velsæmisins gagnvart börnum. Segja má að í svona leyndum skilaboðum, sem eru á veggspjaldinu, felist ofbeldi. Auðvitað á stjórinn að standa fyrir svörum um það. Ekki bara fyrir foreldrum heldur almenningi og skólayfirvöldum.

Af hverju ágæti skólastjóri finnst þér nauðsynlegt að kynna BDSM-blæti fyrir börn sem ganga í Langholtsskóla?

Kristján Hreinsson skáld skrifaði góðan pistil á snjáldursíðuna sína í gær. Hvet ykkur til að lesa. Hann vill ganga lengra og stofna samtök.

Foreldrasamtök voru stofnuð í Noregi, þau vilja staðreyndakennslu í skólum ekki hugmyndafræði. Foreldrar streyma inn í félagið.


Ég sendi á skólastjóra Síðuskóla á Akureyri fyrirspurn um komandi ,,kennsluefni" hinseginfræðslu.

Foreldrar á Akureyri og víðar eru meðvitaðri um hvað gengur á innan veggja skólanna í kjölfar umræðu í samfélaginu. Láta sig málið varða. Faðir á Akureyri leyfði mér að birta þessu færslu sem hann birti á snjáldursíðu og ég rakst á fyrir tilviljun. 

Hann segir:

Nokkrar spurningar og smá útskýringu á minni skoðun. Hún gat engu svarað vegna þess að engar upplýsingar höfðu borist til hennar. Hún sagðist myndi heyra í mér þegar hún hefði eitthvað í höndunum og benti mér á að hafa samband við Kristínu Jóhannesdóttur sviðstjóra eða Heimi Örn Árnason formann fræðslu- og lýðheilsuráðs. Sem ég gerði.

Þau hafa ekki enn svarað.

Ég sá fyrir einhverju síðan fréttir um að Akureyrarbær hefði samið við Samtökin 78 um ”hinsegin fræðslu" í skólum bæjarins. Ég hef nokkrar spurningar.

*Hvert er opinbert námsefnið ef eitthvað og get ég fengið að skoða það?

*Hefur það verið yfirfarið af menntamálaráðuneytinu og/eða skólayfirvöldum?

*Hver eða hverjir munu kenna það?

*Hafa þeir einstaklingar réttindi og/eða reynslu þegar kemur að kennslu?

*Af hverju er einu lífsskoðunarfélagi (t.d 78) hleypt inn í skólakerfið á meðan öðru var úthýst þaðan? (Þjóðkirkjan)

* Hvenær á þessi ,,kennsla" að eiga sér stað og munu þið segja frá því fyrirfram og gefa foreldrum kost á að afþakka hana fyrir hönd barna sinna?

Ég er á móti því sem samtökin 78 hafa verið að boða undanfarið og öfganna sem fylgir þessari umræðu þeirra.

Ég veit að kynin eru tvö, ekki óendanleg eins og þau segja.

Ég veit að það fæðist engin í röngu kyni þótt einhverjum líði kannski þannig.

Ég veit að það er ekki hægt að skipta um kyn, þótt margt sé hægt að gera til að breyta útliti einhvers.

Ég veit að það þjónar ekki hagsmunum Xxxxxx míns né nokkurra annarra barna að fá þessa brengluðu innrætingu Samtakana 78 sem er að tröllríða umræðunni í þjóðfélaginu. Og vel flestir foreldrar sem ég hef talað við eru sömu skoðunar þótt fæstur þori að tjá sig um það opinberlega af ótta við stimpla og úthrópanir.

Samtökin hafa sjálf ekki vilja gefa upp hverjir kenna og hvað, en segja að allt námsefni sé á síðunni hinseginfraotila.is, ef ég man slóðina rétt.


Bloggfærslur 10. september 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband