Konur eru bandamenn transkvenna sem virða réttindi kvenna

Í viðtali segir Kellie- Jay Keen hvað hún berst fyrir. Samantektina getur þú lesið hér segir Lotte Ingerslev sem bloggaði um málið. Lausleg þýðing er mín.

Konur mega ekki missa þau réttindi sem þær hafa barist fyrir- t.d. að rými sem eru eingöngu fyrir konur, og orð, sem maður notar um konur.

Það á ekki að gera börn ófrjó og við þurfum að íhuga hvort kynskiptimeðferð eigi að vera í boði.

Við eigum ekki að styðja ósannindi. Við höfum skyldu til að hjálpa fólki í vanda að skilja að það er í sínum líkama. Það er ekki val, við erum manneskjur. Við sleppum ekki frá líkama okkar. Við erum líkaminn. Þess vegna tel ég að það myndi gagnlegra og heilbrigðara að hjálpa fólki að viðurkenna líkama sinn.

Með öllum ráðum eigum við að gera þeim erfitt fyrir að taka svo afdrifaríkar ákvarðanir sem eru yngri en 25 ára, og valda skaða á líkamanum.

Svo myndi ég vilja taka út lög um kynrænt sjálfræði. Við eigum ekki að hafa lögfræðileg töfrabrögð.

Verulega umburðarlynt samfélag myndi segja ,,Ef John vill heita Janet og hann óskar að lifa friðsömu lífi þar sem hann angrar ekki aðra og fer ekki inn í rými sem ætluð eru konum og hann þvingar annað fólk ekki að viðurkenna að þeir sjái hann sem karlmann en sem konu, þá leyfum við það.”

Við þurfum aftur á þann stað þar sem konur segja ,,Kona er fullorðin manneskja af kvenkyni” án þess að óttast að vera refsað fyrir það á einn eða annan hátt.

Þetta frábæra viðtal getur þú hlustað á hér.

Skrif Lotte getur þú séð hér.


Bloggfærslur 22. ágúst 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband