Transferli barna er bælingarmeðferð og verður bönnuð með lögum um næstu áramót

Frumvarp þess efnis lögðu nokkrir þingmenn fram, meðal annars Sigmar Guðmundsson, Helga Vala Helgadóttir, Katrín Hanna, Orri Páll, Jódís o.fl. Þeim lá á að koma málinu gegnum þingið. Þeim lá svo á að átakanleg var að horfa á þau. Sigmar kom með besta brandarann, að hann styðji þetta af því hann vill viðurkenna fólk eins og það er. Bíddu, hefur hann ekki gert það hingað til?

Í frumvarpinu segir að sækja megi hvern þann til saka sem framkvæmir ógagnreyndar aðferðir á börnum í því skyni að breyta kynhneigð þess. Allavega er ekki hægt að skilja lögin öðruvísi en transferli falli þar undir. Barn með kynama, ónot á kynþroskaskeiðinu, hefur ekki ákveðið hvaða kynhneigð (til karla eða kvenna, nema hvoru tveggja sé) það vill. Að setja barn í ráðgjöf eða ferli hjá Samtökunum 78 til að transvæða það, er bælingarmeðferð. Fyrir slíkt borga sveitarfélögin, m.a. Akureyrarbær. Kemur fram í samningi þeirra við samtökin, ráðgjöf fylgir kaupunum finni barn til kynama. Slíkt barn á heima hjá hlutlausum sálfræðingi.

Barn sem glímir við kynama á oft við önnur andlega vandamál að stríða og á þeim er ekki tekið áður en transferli (bælingarmeðferð) hefst.

Að fara í gegnum náttúrulegan kynþroska er réttur hvers barns. Börn hafa ekki þroska eða getu til að taka ákvörðun um að hefta hann. Fullorðið fólk á að vernda börnin. Sumir foreldrar flýta sér stundum of mikið og setja börn sín of snemma í transferli, oft með skelfilegum afleiðingum. Hér má hlusta á Helen Joyce. Foreldrar lifa með það til æviloka að hafa eyðilagt barn sitt.

Leggja sveitarfélögin, með kaupum á þjónustu Samtaka 78, lóð sitt á vogarskálarnar með þessum foreldrum og ekki síður bælingarmeðferð barna? Það má vissulega spyrja sig og við eigum að gera það. Höfum gagnrýnisgleraugun á okkur þegar trans-málaflokkurinn er annars vegar. Þau eru þess virði.

Samtökin 22 hafa tekið saman hvað bælingarlögin þýði í raun og veru, það má sjá hér.


Bloggfærslur 20. júlí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband