Styttan af manni með barn á brjósti er draumur barnaníðings

Karlmaður getur ekki annað en fengið persónulega ánægju af að barn sleikir geirvörtuna hans. Þess vegna sýnir safnið Kyn hvað barnaníðingi dreymir um, skrifar listamaðurinn Suste Bonnén.

List þarf ekki endilega að vera eitthvað. List á ekki að skapa umræðar en list getur skapað umræður. Eins og fréttapistlar, félagslegt frumkvöðlastarf, forsíða á Ekstra Bladet og nú 3.5 metra há stytta gerir í dag. Styttan er af karlmanni sem gefur brjóst og er til sýnis á Kyn safninu í Árósum. Umræðan sést á samfélagsmiðlum blaðanna og minni eigin snjáldursíðu, þar sem ég fordæmi að draumur barnaníðinga sé myndgerður.

Auðvitað vill enginn tengjast orðinu barnaníðingur. Þó svo að um 70-120.000 manns í Danmörku hafa tilhneigingu til barnaníðs viljum helst loka augunum fyrir að þessi einhliða ástarjátning er til.

Hægt er fordæma sjúkdóma eða sýna sjúklingum umhyggju en að endurskýra kynferðislegar athafnir, sem þetta er í mínum augum, þegar fullorðinn karlmaður lætur saklaust barn sleikja geirvörtuna og kalla gjörninginn ,, nærveru, blíðu og umhyggju gagnvart nýju lífi," er hættuleg endurritun af raunveruleikanum.

Fyrir Agape er barnaníð ekki draumur? Fullorðinn nakinn maður, sem nýtur þess að leggja lítið barn upp að geirvörtunum þannig að það geti sleikt þær er frá mínum bæjardyrum séð myndmál af því sem barnaníðing dreymir um.

Það er ekkert rangt við að hafa barnaníðs drauma og það er ekkert rangt við að beina hugmyndaflugi sínu þangað en samt sem áður finnst mér glæpsamlegt að segja orðið sem kom upp í hugann þegar ég sá styttuna.

Þegar öllu er á botninn hvolft er það ekki nákvæmlega það sem barnaníðingar segja þegar þeim finnst þeir sýna ástúð með því að fara í náin sambönd við útvöldu börnin sem þeir komast í nálægð við?

Þegar Aske Kreilgaard útskýrir af hverju styttan heiti Agape, það fyrir gríska ást, þá sperri ég eyru og voga mér að opna auga. Auðvitað túlkar styttan barnaníðings verk gagnvart litlu barni með því að láta það sleikja geirvörtuna.

Geirvartan er aðalmálið. Bæði hjá konum og körlum er það sérstakt svæði. Fyrir mig var brjóstagjöf ákaflega náin, einnig sársaukafull, þroskandi og stundum lostafull athöfn sem olli því að legið dróst saman, eins og náttúran hefur svo skynsamlega komið því fyrir. Á sama tíma voru börnin nærð á sem eðlilegastan hátt. Það var mikil ánægja fyrir móður, reynsla sem karlmenn munu aldrei upplifa

Munurinn sem er á karli og konu sést líka hér. Móðirin uppfyllir þarfir barnsins en karlinn eigin þörfum. Ég sé ekki að leikið sé með kynhlutverkin eins og margir aðrir sjá. Ég sé lítið barn misnotað og karlmann að leika með eigin þarfir. Þess vegna finnst mér það truflandi að bæði kynin og áhorfendur mæri skilaboðin: fullorðinn maður getur gert hvað sem hann vill með lítið barn, svo framarlega sem við köllum það Agape.

Höfundur greinarinnar er: Suste Bonnén er billedhugger, fotograf og forfatter. Lausleg þýðing er mín.

Styttuna má sjá í greininni.

 


Bloggfærslur 7. júní 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband