Dómar segja að transkona sé líffræðilegur

karl og skal hann meðhöndlaður sem slíkur. Mannréttindadómstóllinn dæmdi fyrir nokkru síðan að faðir getur ekki kallað sig móður þó hann skilgreini sig sem konu. Hann er líffræðilega karlmaður og gefur frá sér sæði. Þessu ber að fagna.

Skilgreining á kyni er ekki nóg til að breyta líffræðinni, henni verður ekki haggað.

Hinn dómurinn er Landsréttur Danaveldis. Í dagblaði mátti lesa: ,,Landsret slår fast: Fængslet transkvinde er biologisk mand og skal blive i mandefængsel.” Landsréttur tekur af öll tvímæli, transkona er líffræðilegur karl og verður í karlafangelsi." Öryggi kvenna í fangelsinu vegur þyngra en ósk/upplifun karlmannsins um að vera kona”

Skýrara verður það ekki frá báðum þessum dómstólum.

Er þá ekki komið að menntakerfinu, hér á landi og víðar. Þeirri þvælu (ég kalla þetta þvælu) að til séu fleiri en tvö kyn var troðið í námsbækur grunnskólabarna. Þeirri þvælu var líkta troðið í skólabækur að við getum okkur til um kyn barns þegar það fæðist. Menntamálastofnun ætti að sjá sóma sinn í og fjarlægja allar bækur sem bera þessa þvælu á borð fyrir börn. Líffræðilegu kynin eru tvö, karl og kona.

Hins vegar getur hugsun/tilfinning fólks verið sú að það upplifi sig annað en sitt líffræðilega kyn. Það eitt breytir ekki staðreyndum, frekar en dómarnir gerðu.  


Bloggfærslur 2. júní 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband