29.5.2023 | 15:08
Formaður KÍ sendir enn ekki yfirlýsingu
um að kennarasamtökin styðji BSRB í verkfallsaðgerðum sínum. Liðnar eru tvær vikur síðan verkfall opinberra starfsmanna hófst á ýmsum stöðum á landinu. Nú leggst verkfallið af meiri þunga á landsmenn. Víða hafa menn fundið fyrir verkfallinu t.d. í sundlaugum landsins, í skólum og nú mörgum höfnum.
Við höfum séð yfirlýsingar frá öðrum stéttarfélögum. AF hverju dregur Magnús formaður KÍ lappirnar?
Vil minna á að Magnús formaður KÍ tók sér ekki hálfan vinnudag að semja og senda út yfirlýsingu gegn skoðun minni að kynin séu tvö og hvort námsefni Samtakanna 78 sé við hæfi í grunnskólanum.
![]() |
Um 900 leikskólastarfsmenn leggja niður störf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)