Við það eitt að gerast kennari

missir þú tjáningarfrelsið utan kennslustofunnar. Þetta boðaði Kristján Kristjánsson fréttamaður á Sprengisandi og þingmaður Vinstri grænna Orri Páll. Gat ekki skilið spjall þeirra við Evu Hauksdóttur lögmann á annan hátt í gær.

Orri Páll hljómaði ekki sannfærandi í viðtalinu. Almáttugur minn, hann ber að jöfnu kyn (karl- og kvenkyn) og kynvitund. Allir vita að um tvo ólíka þætti er að ræða. Annað er líkamlegt og sést. Hitt er andlegt. Sést ekki nema fólk gerir sér far um og vilji að það sjáist. Eða fólk segir frá því. Fyrir hvoru tveggja ber ég virðingu.

Að vera ósáttur í eigin líkama hefur ekkert með líffræðilegt kyn og staðreynd að gera. EKKERT! Að hugurinn sætti sig ekki við líkamann sem viðkomandi fæddist í er allt önnur Ella. Að þú megir breyta kynskráningu þinni samkvæmt upplifun þinni setur engar skyldur á herðar annarra samfélagsþegna. Nema að bera virðingu fyrir ákvörðun einstaklingsins.

Þú mátt hafa skoðun á hvort þetta sé rangt eða rétt þó Orra Páli líði illa yfir því. Þú mátt líka hafa skoðun á hvort boða eigi fagnaðarerindið inn í leik- og grunnskóla landsins. Þú mátt líka hafa skoðun á hvort kirkjunnar þjónar á Akureyri sem bjóða bara hinsegin börnum á litríkt námskeið í sumar breyti rétt eða rangt. Þú mátt hafa skoðun á hvort Sundsambandið taki rétta ákvörðun að banna trans-konum (fæddum karli) að keppa í kvennaflokki. Þú mátt hafa skoðun á því hvort fjarlægja eigi brjóst af ólögráða stúlkum. Lesið hér.

Karlarnir töldu báðir af því kennari hefur ákveðna skoðun þá hljóti það að lita kennsluna, burtséð frá námsgrein. Að hinsegin börn viti afstöðu kennara til námsefnis Samtaka 78 hljóti að gera þeim illt. Skil ekki svona málflutning.

Hvað ef kennara hugnast ekki hugmyndafræði Íslam, Votta, Kristinnar trúar eða annarrar hugmyndafræði, gerir það viðkomandi óhæfan í kennslustofu? Nei alls ekki. Hann getur kennt efnið án þess að skoðanir hans liti kennsluna. Hér er um ákveðna færni og hæfni að ræða. Fólk sem getur aðskilið þessa tvo þætti, vinnu og eigin skoðanir er fært í sinni vinnu, þó Orri og Kristján hefðu verið uppteknir við að sverta fólk sem gerir og getur þetta. Það er ekki á allra færi, því hef ég kynnst.

Hvet fólk til að lesa þessa grein eftir einn helst sérfræðing Finna í trans- málefnum.

Hvet fólk til að hlusta á þennan fyrirlestur.

Hér má hlusta á spjallið á Sprengisandi.

 


Hryðjuverk þarf að stöðva

með þeim ráðum sem finnast. Lagasetning ef þarf. Í öllum ríkjum. Ekki bara einstökum. Í öllum samböndum, alls staðar.

Svona gengur þetta ekki. 

Hryðjuverk er sama og ódæðisverk í þessu samhengi. Ekki bara við einstaklingana að sakast heldur lagaumhverfinu.

Vona að fleiri stígi fram og hafni hryðjuverkunum sem unnin eru í kvennaíþróttum.

Transfólk, meira að segja hér á landi, gerir lítið úr konum, segja transkonur hafi rétt á þátttöku í íþróttum kvenna. Setjum þeim stólinn fyrir dyrnar í eitt skipti fyrir öll. Þeir sem bera ekki XX litninga keppa ekki í kvennaflokki. Auðvelt.

Engum dytti í hug að láta 12 ára stelpur keppa við 7 ára.

Hér má sjá sundkonu sem fjallar um málið. Vel get að stíga fram. Konur, styðjum kynsystur okkar.

Hér er góð grein.

Hér er smá grín, en samt alvara.


Bloggfærslur 21. maí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband