20.5.2023 | 12:06
Ljóst að Danir sáu myrkur en...
það mátti heyra á umræðunum á þingi Dana um bann við kynskiptiaðgerðum á börnum. Þingmaður frá hverjum flokki kom í pontu, auk heilbrigðisráðherra, og síðan gátu aðrir spurt. Stjórnarliðar berjast fram í rauðan dauðan að fela sig á bak við læknavísindin og segja að læknar eigi að leiða vinnuna. Líka sem tilraunir á börnum því það er svo gott fyrir þau sem á eftir koma. Hakan datt niður á bringu, leyfa tilraunir á börnum.
Stjórnarliðar eru tilbúnir að leggja nokkur börn undir sem tilraunadýr. Hver sérfræðingurinn, t.d. á Norðurlöndunum, á fætur öðrum hefur stigið fram og lýst yfir efasemdum um gagnsemi kynskiptiaðgerða fyrir börn. Engin rannsókn styður að þau þau lifi eins og blómstrið eina eftir slíka aðgerð. Mörg börn sitja uppi með varanlegan skaða.
Mér þótti líka eftirtektarvert að nokkrir stjórnarþingmenn höfðu ekki hugmynd um stöðuna á öðrum Norðuröndunum, t.d. að Finnar tóku fyrir svona meðferðir. Þeir gerðu það eftir umsagnir frá helstu sérfræðingum landsins. Svíar hafa heldur betur stigið á bremsuna þegar börn eru annars vegar.
Áhugavert að heyra frá heilbrigðisráðherra Dana, að börnum sem vísað er í meðferð vegna ónota við eigin líkama hefur fækkað, um fleiri hundruð. Stórfækkað. Af hverju, sögðu það ekki.
Stjórnarandstaðan sagði það hins vegar, vegna þess að börn bíða skaða af þessum meðferðum og því ber að takmarkað fjöldann. Bannað á slíkar meðferðir, ekkert barn á að leggja undir segja þau. Auk þess kom fram sú óvissa sem ríkir um málaflokkinn en kröftug undiralda hefur verið í landinu á undanförnu ári gegn þessum meðferðum. Gagnrýnendur kynskiptiaðgerða vilja beina meðferð barna sem finna fyrir ónotum í eigin líkama til sálfræðinga til að aðstoða þau. Veita þeim góða sálfræðiaðstoð. Ekki snúa þeim, enda engin ástæða til þess. Þeir sem hafa stundað meðferðirnar á börnum hafa sjálfir efast um gagnsemi þeirra.
Samkvæmt fréttum Ruv, sem leggur í vana sinn að upphefja málaflokkinn, eru fleirum börnum á Íslandi vísað til transteymisins en dönskum börnum. Ekkert eðlilegt við að fjölgunin hér á landi séu 290%. Samfélagmiðlar smita auk fleiri þátta.
Ætli Íslendingar vakni ekki brátt upp við vondan draum líkt og nágrannaþjóðir okkar. Beini börnum í önnur úrræði en læknisfræðileg. Vona það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)