Hann skrifaði til allra kvenna í tilefni mæðradagsins í gær

og það vakti athygli mína. Lausleg þýðing er mín úr dönsku.

Ulf Baldrian skrifar:

,,Það er mæðradagurinn og af því tilefni vil ég ítreka að allar mæður eru konur, kona er fullorðið kvenkyn.

Við vorum öll sammála um hver líffræðilega staðreyndin var þar til fyrir stuttu síðan. Allir litu til hliðar og pössuðum sig sjálfir á meðan það komst á í Danaveldi 2014 að þeir sem upplifa sig sem konu getur verið kona.

Síðan þá er hættulegt- allavega á vinstri væng stjórnmálanna- að segja að kona sé manneskja af kvenkyni af því sú skoðun þykir kristin og hægrisinnuð, innflutt frá USA. Þeir sem skilja ekki að transkona sé í alvöru kona eru hatursfullir transfóbískir einstaklingar. Ég hef lært margt síðan ég ákveð að berjast fyrir réttindum kvenna.

En snúum okkur aftur að þeim sem dagurinn snýst um, mæður og konur sem sögulega séð hafa aldrei verið eins kúgaðar og í dag, sem segir ekki mikið í sjálfu sér því konur hafa búið við kúgun.

Nú hefur þetta farið út af beinu brautinni með jafnréttið því hugtakið kona var eyðilagt. Allir menn geta skráð sig sem konu upplifi þeir sig sem slíka, þurfa að borga meira fyrir klippingu eins og t.d. Ibi-pippi Orup Hedegaard og afplána í kvennafangelsi, þó svo Ibi hafi bæði eignast barn sem líffræðilegur faðir, líkist karlmanni 100% og er maður.

Fjarlægum lögin um kynrænt sjálfræði út frá persónulegum skoðunum og höldum fast í hugtökin konur, karlmenn, transkonur og transmaður og aðskiljum þau. Transkonur eru karlmenn og transmenn eru konur en ekki öfugt því ekki er hægt að skipta um líffræðilegt kyn. Það er bara hægt að skipta um kyn á yfirborðinu, félagslega og löglega.”

Hér getur þú lesið færsluna hans.

 

 


Bloggfærslur 15. maí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband