10.5.2023 | 17:07
Lítilsvirðing Willums Þórs er með eindæmum
Á þingi var frumvarp um þungunarrof til umræðu. Í ræðu og riti talar ráðherrann um ,,leghafa, sem á víst um konur. Hann talar um konur eins dýr í mínum augum. Kannski enn verra. Við tölum enn um merar, gyltur, læður og tíkur. EKKI KONUR!
Er virðing ráðherrans ekki meira en svo fyrir kvenþjóðinni í þessu landi.
Ég átti von á að aðrir þingmenn, kvenfólkið á þinginu, myndu standa upp og mótmæla vanvirðingunni sem felst í orðinu. Hvað er að ykkur? Þið verðskuldið ekki að sitja á hinu háa Alþingi og móðga konur með þessum hætti.
Réttindi kvenna hefur verið barátta í áratugi. Enn á ný þarf baráttu kvenna. Nú fyrir að halda orðum sem tengjast konu í tungumálinu, skrifuðum og töluðum. Virðingu fyrir konum. Að lítillækka konur með þessum hætti er hverjum þingmanni til skammar. Orðskrípið ,,leghafi sem á að merkja konu í augum þingmanna getur ekki átt við nokkurn annan en konu.
Í þætti á Ruv talaði þáttastjórnandi um einstakling sem fæðir barn. Hvers konar bull og móðgun er þetta. Enginn getur fætt barn nema kona. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu ekki alls fyrir löngu. Ruv, stöðvið þetta níð á konum.
Konur látið í ykkur heyra. Konur vilja halda orðum eins og kona, ólétt kona, móðir, fæðandi kona, kona með barn á brjósti, stúlka, stelpa o.s.frv. í tungumálinu. Sýnið konum virðingu og ráðið bót á þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)