Allur heimurinn á að fagna þessari ákvörðun Alþjóðlega íþróttasambandsins. Öll sambönd, víðs vegar um heiminn, ættu að taka þetta til fyrirmyndar. Ákvörðunin er tekin til verndar konunum segir í frétt frá þeim.
Ekkert réttlætir transkonu í kvennaíþrótt, hvort sem það er á afreksstigi eða öðru. Eða svæðum kvenna almennt.
Dansk regbueråd gerir málinu skil á síðunni sinni. Allir mega lifa eins og þeir vilja- en menn geta ekki orðið konur, og konur ekki menn. Við þurfum ekki að ljúga hvort að öðru. Heldur ekki í íþróttum segja þeir.
Danir eru með hurðina hálfopna. Reyna að finna möguleika til að hafa transkonur í afreksíþróttum.
Hvernig á að leysa það þannig að þátttakan komi ekki niður á konum, það er ekki vitað. Það gerir hins vegar ekki fjöldi kynja, þau eru tvö segir Dansk regnbueråd.

Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)