3.2.2023 | 08:39
Halldór Benjamín hefur gaman
af svona útspilum. Hann er fljótur að koma með heildarlaun stétta þegar á þarf að halda. Halldór mætti segja hvað bílstjórar eru með í grunnlaun, kvöld- og helgarálag. Halldór mætti líka segja alþjóð hvað bílstjórar vinna marga tíma á dag, suma daga. Langur akstur getur gefið þeim ágætt í aðra hönd og jafnvel dagpeningar.
Halldór Benjamín þarf að venja sig á að halda sig við allar staðreyndir, ekki bara sumar. Þegar hann gerir það verður meira mark á honum takandi.
Fínt að birta heildarlaun en höfum allar upplýsingar með svo almúginn átti sig.
![]() |
Meðallaun í olíuakstri um 900 þúsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)