24.12.2023 | 10:07
Að fagna jólum
Langflestir fagna jólunum á einhvern hátt. Sumir sækja kirkju aðrir láta vera. Flestir gera betur við sig í mat og drykk. Því miður hefur einhver farið offari í notkun korta sinna og peninga fyrir jólin- höfuðverkurinn kemur við greiðsludaga.
Það er mikilvægt að muna að eyða ekki um efni fram um jólin frekar en aðra daga. Jólahátíðin kemur, alveg sama hvað. Peningar og eyðsla þeirra er ekki mælikvarði um gæði jólanna.
Svo er það heilsan. Því miður er góð heilsa ekki sjálfsagt mál og því nauðsynlegt að menn hugi að henni. Eins og hendi sé veifað getur hún versnað til muna eða menn misst hana.
Hógværð er gott orð inn í jólahátíðina.
Óska lesendum mínum gleðilegra jóla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)