Rökstuðningur vegna getsagna- brottrekstur!

Nokkrir æstu sig upp úr öllu valdi þegar fyrsta grein bloggara um trans-málaflokkinn birtist í febrúar s.l. Reka hana, óhæfur kennari, trans-fóbía, hatursorðræða o.fl. í þeim dúr mátti sjá skrifað. Líka af vel menntuðu fólki. En það fólk getur auðvitað misst stjórn á sér í tilfinningasveiflu eins og annað fólk.

Hef rætt um tilfinningaþrungna pistilinn frá kennara sem nokkrir settu athugasemdir við, m.a. kennarar. Hef sýnt skjáskot þar sem rætt er um brottrekstur frá einum kennara. Það sem þetta fólk á sammerkt er að það er ungt. Arnar Þór ræddi á Bítinu í gær um að unga fólkið krefðist þöggunar á málaflokkum líki því ekki skoðanir annarra. Unga fólkið gerir sér ekki grein fyrir afleiðingunum skerðist málfrelsi einstaklinga. Setur að mig ugg að hér séu kennarar á ferð sem eigi að kenna um málfrelsi, tjáningarfrelsi, umburðarlyndi og að allir geti tjáð skoðanir sínar.

Í skjáskoti hér að neðan má sjá að konurnar ætla að skrifa Akureyrarbæ og kvarta. Kennarinn veit um fleiri sem ætla að gera slíkt hið sama. Veit ekki alveg undan hverju, að þær móðgist fyrir hönd einhverra sem kann að þykja sárt að bloggara finnst námsefni trans Samtaka 78 ekki passa inn í grunnskólann og hugsanlega gæti hluti fræðslunnar brotið greinar í Barnaverndarlögum. Að bloggara telji að fræðslan eigi að vera valkvæð á unglingastigi.

Elísabet og Heiða nota

 

 

 

 

 

Rökstuðning þessara kvenna vildi ég gjarnan sjá. Með hvaða rökum og tilvitnunum í lög og reglugerðir ætli konurnar hafi notað. Mun sennilega aldrei sjá það. Hitt veit ég, að móðgast fyrir hönd annarra er í góðu lagi en krefjast atvinnumissi fyrir kennara vegna þess er of langt gengið.

Játa fúslega að álit mitt á eigin stétt, kennurum, féll um margar hæðir við að lesa viðbrögð kennara við ofureðlilegum vangaveltum. Enginn staldraði við og sagði, er mögulegt að brotið sé á einhverjum börnum í tengslum við málflokkinn. Hvað með trúuð börn, börn fá ólíkum menningarheimi sem viðurkenna kannski ekki trans-hugmyndafræðina. Ber þeim að sitja kennslustundir og fræðslu þegar rætt er um málaflokkinn. Nei ekkert slíkt kom frá kennarastéttinni. Svo segjast þessir sömu kennarar hugsa um öll börn! Sérhver er nú skáldskapurinn.

 


Bloggfærslur 9. nóvember 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband