18.10.2023 | 21:54
Transaðgerðasinnar tala ekki fyrir okkur
segja einstaklingar sem glímt hafa við kynmisræmi og þeir geta ekki troðið skoðunum sínum á alla aðra. Ég lofa segir Maria Zähler í grein sem hún skrifaði 2021.
Ég er leið yfir að trans-aðgerðasinnar telji sig talsmenn fyrir alla með kynmisræmi og reyni að koma málunum á dagskrá.
Málefnin fela í sér afneitun á grunvallaratriðum. Nú síðast er það umræða um hvort karlmaður geti fætt barn. Þetta er svo leiðinleg og galin umræða að ég hefði aldrei, sjálfviljug, valið hana.
En þegar þröngur hópur fólk kemur fram með svona fullyrðingar og telur sig tala fyrir hópinn er ég neydd til að stíga fram.
Við getum ekki látið svona fullyrðingar óáreittar. Það er árið 2021 og rökræður um hvort karlmaður geti eignast barn er mikil afneitun á augljósum staðreyndum.
Trans-maður er líffræðileg kona, trans-kona er líffræðilegur karlmaður. Þú getur breytt útliti þínu, hægt á kynþroskanum, lifað og starfað eins og það kyn sem þú telur þig vera og fengið viðurkenningu á því. Litningunum getur þú ekki breytt.
Sum okkar gerum ekki kröfu á að samfélagið aðlagist örhóp. Sum okkar gangast ekki upp í fornöfnum og auglýsum það út um allt.
Lausleg þýðing er bloggara en þetta er brot úr greininni.
Lesa má greinina hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2023 | 18:23
Víða berjast menn fyrir einkarýmum kvenna
en gengur misvel. Kona sem skrifaði um að trans-konur eigi ekkert erindi í kvennaathvörf fékk að vita frá yfirmanni sínum að hann hafi fengið bréf. Í því bréfi er hann hvattur til að reka hafa af því hún skrifaði þetta. Guð minn góður! Hvert eru samfélögin komin, spyr bara. Mynd af greininni er neðar.
Konur sem berjast fyrir konur, einkarýmum kvenna, s.s. búningsklefum, kvennaathvörfum, íþróttum og fangelsum eiga að missa starf sitt vegna trans-hugmyndafræðinnar. Þetta er svo galið að mér er óskiljanlegt að nokkur kona taki þátt í þessu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)