12.10.2023 | 22:48
Kristinn Guðnson blaðamaður á Dv hefur engar fréttir að segja
Þegar blaðamenn vita ekki hvað skal skrifa um velta þeir sér upp úr gömlum fréttum og reyna að krydda þær með samsæriskenningu. Þetta má sjá hjá blaðamanni Dv, Kristni Guðnasyni. Hann telur sig færa þjóðinni fréttir þegar hann segir mig sakaða um hatursorðræðu. Það vill þannig til að enginn hefur getað bent á meinta hatursorðræðu né fordóma í skrifum mínum. Hins vegar er fullt af fólki sem hrópar án ástæðu og hann tekur undir.
Kristinn Guðnason blaðamaður á Dv leggur ekki á sig að lesa bloggið mitt til að finna hatursorðræðu og fordóma til að rökstyðja mál sitt heldur apar hann upp frétt eftir öðrum og reynir að skreyta hana. Þetta heitir að höggva í sama knérunn. Löngu orðið þreytt.
Ég segi nú bara ef blaðamenn hafa ekkert um merkilegra að skrifa þá er varla þörf fyrir þá.
Þröngsýni og leti hrjáir blaðamenn nútímans. Afrita og líma virðist vera aðalstarf þeirra og apa upp gaspur og ósannindi. En launin koma eflaust í launaumslagið þrátt fyrir gúrkutíð.
Það má segja að Kristinn Guðnason sé orðið aðhlátursefni í fréttaflutningi sínum um trans-málaflokkinn.
Til að spara Kristni leit á blogginu mínu þá vísa ég honum á eftirfarandi krækjur sem hann ætti að lesa og fræðast um á hverju skoðanir mínar á trans-hugmyndafræðinni eru byggðar. Öðrum sem saka mig um það sama er velkomið að lesa sér til.
Hér er blaðamaður sem hefur skoðað málið. Legg til að Kristinn taka hana sér til fyrirmyndar í einhverju letikastinu framan við tölvuna í leiknum sem margir blaðamenn leika, afrita/líma.
Hér er átakanlegur þáttur um hormónalyfjagjöf. Kristinn Guðnason ætti sérstaklega að horfa á hann. Þá gæti hann búið til alvöru frétt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2023 | 09:03
Kennaranema bregður í námi, talað um mörg kyn
Það vita allir heilbrigðir menn að kynin eru tvö. Karl- og kvenmaður. Samt er reynt að koma því víða inn í kennaramenntuninni að kynin séu fleiri. Las góða grein eftir norskan kennaranema. Dytti einhverjum hér á landi í hug að láta svona frá sér fara yrði hann miskunarlaust beittur skoðanakúgun af hluta stéttarinnar sem hann menntar sig inn í og fleirum í samfélaginu.
Hann talar um lygarnar þrjár í greininni.
Fyrsta lygin er að andlegt álag geti skaðað - það er, Það beri að forðast. Eitt dæmi er að allir ættu að vera með í leiknum. Að vera með í leik er auðvitað mikilvægt, en getur líka haft óheppilegar afleiðingar. Börn geta misst möguleika á viðeigandi þroska ef fullorðnir, sem ætla sér allt hið besta, trufli leik og stjórni. Hluti barna verða ekki lengur fyrir nægilegum óþægindum svo sem stríðni, ýta og móðga, sem, samkvæmt Haidt, er nauðsynleg til að virka vel ásamt öðru. Vera kann að það sé óþægilegt að heyra þetta, en ætti engu að síður að upplýsa.
Hægt er að rugla börn um það sem þau sjá og upplifa, hulið vegna þess að það má ekki tala um mál og málefni sem geta verið óþægileg.
Við ættum, á skiljanlegan hátt, að segja börnum sannleikann um kyn; að 98-99 prósent af öllu fólki passar inn í litninga sem byggjast á tveggja kynja líkaninu, XX (kvenkyns) eða XY (karlkyns), og að allir fari í gegnum mismunandi kynþroska og upplifa kannski Ekki að vera annað hvort stelpa eða strákur, jafnvel þótt þau séu það líffræðilega.
En það er kannski auðveldara að segja að kynin séu fjölbreytileg heldur en að vera sá sem segir annað og vera sakaður um að vera uppfullur af hatri og fóbíu?
Önnur lygin er að við eigum að treysta tilfinningum okkar. Það þýðir að ef barni finnst einhver vera vondur, þá er hann vondur. Hefur þetta áhrif? Já því ósannindin gilda líka um tilfinningar sem tengjast kyni.
Kynjahugmyndafræðin skapar ýmis vandamál. Þriggja ára stúlku er sagt í leikskóla að hún megi vera hvaða kyn sem hún vill, og hún útskýrir síðan fyrir foreldrum sínum, þrjósk, að hún sé strákur. Stúlkan hefur nýlega orðið stóra systir, glímir við tengslin við móður en í staðinn eru tengslin við föður sterkari. Sjáum við mynstur hér?
Þriðja lygin er sú að lífið sé barátta góða og vonda fólksins. Ríkjandi kynjahugmyndafræði í dag, sem áður fékk ekki mikla athygli, stuðlar að pólun í samfélaginu. Blæbrigði hverfa, og nemendur segja mér að öruggasta leiðin er ekki að segja hvað þeir meina. Best að halda kjafti, annars eiga þeir á hættu að fá merkimiða á sig sem iðulega er gert við þá sem lúta ekki höfði og fylgja réttri hjörð.
Lausleg þýðing á greininni er bloggara.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)