13.8.2022 | 08:28
Ef þetta er hluti af bakslagi í baráttu hinsegin fólks
græt ég ekki. Að breskir kennarar séu gagnrýnislausir á námsefni og kennslu um málaflokkinn gerir mig kjaftstopp. Horfið á áhugavert myndband. Í því er breska skólakerfið tekið fyrir og krafist breytinga í kennslu hinsegin málefna.
Vona að íslenskir kennarar séu gagnrýnni á málefnið en breskir kollegar þeirra. Hvað þá námsefnið. Hjartanlega sammála þeim atriðum sem koma fyrir síðast í þættinum. Fagna að víða um heim opnast augu almennings og ekki síst foreldra að ,,heilaþvottur" gæti átt sér stað í skólum. Sammála dragdrottningunni sem segir að sínir líkir eigi ekkert erindi í skóla til að lesa fyrir börn. Breskir kennarar hafa beðið dragdrottningar að koma inn í skólana og lesa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)