Fæðumst ekki í röngum líkama

segir Íris. Hér má lesa góða grein eftir hana sem birtist á mbl.is. 

Skynsamleg umræða má ekki fara fram í samfélaginu um transbörn. Þeir sem fjalla um málið og viðra aðrar skoðanir er  aktívistar í samfélaginu eru kallaðir öllum illum nöfnum segir Íris. Skoðanafrelsi er ekki heimilt af hálfu aktívista. Það er bara ein skoðun leyfð.

Því fleiri sem tjá sig um hina hlið málsins því betra. Ekkert ungmenni á að fara í gegnum transferli nema góðri að lokinni góðri sálfræðimeðferð. Oftar en ekki, hef ég lesið, eiga ungmenni við annars konar vanda að stríða en endilega að þau vilji vera hitt kynið. Translestin varpaði ljósi á það. Sænskar og danskar greinar hef ég líka lesið sem tala um það sama. Þegar kemur að íslensku efni er fátt um fína drætti. Ofstækisumræðan þrífst af hálfu aktívista og bara önnur hliðin sýnileg. Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar hafa bara þá sögu að segja. 

Unglingar og ungmenni ættu að finna þá kynhneigð sem hentar hverjum og einum, líka fullorðnir. Heilbrigðisstarfsfólk víða um heim á að fara varlega í að kynda undir hormónagjafir og breytingar á líkama ungmenna, það er ekki afturkræft. Hvað fullorðið fólk gerir er hins vegar á þeirra ábyrgð.

 


Bloggfærslur 17. júlí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband