16.7.2022 | 10:09
Grein Þórólfs gefur okkur innsýn
um hvernig útgerðamenn nota öll tiltæk ráð til að komast hjá greiðslum fyrir kvótann. Velta má upp spurningu hvort endurskoðendur eins og fasteignasalar, beri enga ábyrgð.
,,Vegna meints bágs efnahags fá fyrirtækin í Grindavík, Vísir þar á meðal, að moka fé upp úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar nánast ókeypis!
Vissulega undravert að menn allt í einu hagnast svona mikið á fyrirtæki sem var við dauðans dyr fyrir nokkrum árum. ,,Nú, 10 árum síðar, fæst mat á raunverulegu verðmæti eigna Vísis hf. Eigið fé samstæðunnar var 6,8 milljarðar samkvæmt ársreikningi ársins 2020 en er selt á ríflega 20 milljarða sem gefur til kynna að vanmat eigna hafi numið að minnsta kosti 13 milljörðum króna, jafnvel meira."
Lesið greinina hér. Þess virði.
Bloggar | Breytt 20.7.2022 kl. 07:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)