14.7.2022 | 11:12
Vegur yfir Kjöl
Las áhugaverða grein á Akureyri.net, eftir Jón Þorvald, um veg yfir Kjöl og beintengingu við Suðurland. Líst vel á þetta og skil ekki af hverju menn hafa ekki farið í að skoða málið af fullri alvöru.
,,Með Kjalvegi yrðu 289 km milli Selfoss og Akureyrar. Milli Gullfoss og Akureyrar yrðu einungis 218 km. Það er líka hægt að tengja þessa landshluta saman með vegi um Sprengisand. Það tengir þó stóru staðina tvo; Akureyri og Selfoss, mun verr en Kjalvegur."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.7.2022 | 10:25
Fasteignasali hefur væntanlega ekki
skoðað þetta enda ekki í hans verkahring. ,,Eignin var afhent 1. mars 2019. Þann 16. mars sama ár kvartaði kaupandinn við fasteignasalann vegna leka í stofu, stórs og ljóts sárs á vegg og hitalagnar á vegg sem kaupandi hafði ekki séð við skoðun."
Þeir tryggja sig með klausunni um að ábyrgðin um skoðun sé á herðum kaupenda. Hana nú.
Mikið verður gott þegar ástandslýsing fylgi öllu húsnæði sem selt er. Þá lenda kaupendur ekki í þessu. Því miður venjum við okkur ekki á að gá bak við sófa, hillur, sjónvörp og myndi þegar við skoðum húsnæði. Kannski ætti krafan að vera sú að ekkert hangir upp á vegg eða sé fyrir veggjum við skoðun húsnæðis. Vonandi vinnur nefndin jafnhratt og spretthópurinn sem bjargaði bændum.
![]() |
Sáu galla á húsinu eftir afhendingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)